Rökkur - 01.06.1931, Side 24

Rökkur - 01.06.1931, Side 24
118 ROKKUR bergi Don Torribios í Tóledó. Hann leit á klukkuna og sá, að varla var liðin hálf stund síðan hann kom í þetta óheillaherbergi, þar sem hann hafði dreymt svo ]>ægilega drauma. Á tæpri hálfri stundu hafSi hann imyndað sér aS hann væri töframaSur, biskup, ærkibiskup, kardínáli og páfi, og nú var sú orSin niSurstaSan, aS hann var glópur einn og vanþakk- látur bófi. Þetta höfSu alt veriS sjónhverfingar nema þaS eitt, að hann hafSi gert sig uppvísan aS fláræSi og ilskufullu hjartálagi. Hann snautaSi burt þegjandi og fann múlasna sinn þar sem hann hafSi skiliS viS hann. SíSan hélt hann heim á leiS til Badajoz jafn ófróSur og hann hafSi aS heiman farið. Framtíð laiidliúnaðarlns. V. í Visi liafa að undanförnu verið birtar nokkrar greinar uin liið nýja landnám liér á landi, eftir H. í greinum þessum er margt vel athugað, en eigi get eg verið hinum háttvirta grein- arhöfundi sammála i sumum atriðum eða skrifað undir allar þær ályktanir, sem hann kem- ur fram með. Mér skilst þó, að H. sé að fullu ljóst hve mikla þýðingu landbúnaðurinn hefir og að nauðsyidegt sé, að þjóð- ræktar- og jarðræktarmálunum sé nægilegur gaumur gefinn. En mér skilst, að H. líti svo á, að menn hafi tekið skakka stefnu í þessum málum hér á landi, hið nýja landnám muni verða okkur of dýrt, við fær- umst of mikið í fang á skömm- um tíma, og fjárhag landsins — og þar af leiðandi sjálfstæði — sé hætta búin, vegna dýrra lána, sem tekin hafa verið er- lendis. Fjarri er það mínum skoðunum, að eigi sé hvatt til að gæía varúðar á því sviði, en eg vil leggja áherslu á það, að einmitt með því að verja fé landbúnaðinum til eflingar, er verið að treysta þær stoðir, sem sjálfstæði landsins hvílir á. Eg efast ekki um, að íslensk mold mun borga aftur alt það fé, sem bændur fá til styrktar og efl- ingar landbúnaðinum. Tilraun- ir og rannsóknir þær, sem gerð- ar hafa verið sanna þetta, svo og reynsla þeirra bænda, sem eru á leiðinni að verða eða eru orðnir jarðræktarbændur, m. ö. o. að hverfa eða horfnir af rán- yrkjustiginu. Fé, sem er varið til ræktunar og til þess að bæta kjör og vinnuskilyrði þeirra, sem lifa á ræktun, er vel varið.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.