Rökkur - 01.06.1931, Side 28

Rökkur - 01.06.1931, Side 28
122 R O K K U R stefnan getur ekki blessast, ef tilraun verður gerð til að knýja liana fram á kostnað fjarlægari sveita. Hitt er annað mál, að fyrir eðlilega þróun, vegna hentugra aðstæðna, munu viss- ar sveitir verða alræktaðar fyrst, án þess sérstök áhersla verðj á það lögð af hálfu hins opinbera. Og þegar alt kemur til alls, þá eru það ekki land- gæðin, sem eru mestu ráðandi um það, hvar afkoma manna er best, heldur mennirnir sjálfir. Við þurfum ekki langt að leita sannana fyrir því að í mörgum fjariægari sveitum er afkoma manna yfirleitt betri heldur en í sveitum, sem liggja nálægt Reykjavík. Einmitt i þeim sveitum, sem þéltbýiisskilyrðin eru best, hefir verið mestu til kostað, en þó er afkoma manna þar lakari en i verri sveitum og fjarlægari. Það þarf ekki að nefna nöfn, því öllum er þetta kunnugt. Sannleikurinn er sá, að fjarlægu sveitirnar eiga styrk ekki síður en veikleika i fjarlægðinni. Raunar mætti við- hafa sömu rök um ísland og út- kjálkasveitirnar, er sagt er, að ])ær mætti leggjast í evði, en færa fólkið saman i „hestu“ sveitirnar. ísland er tiltölulega eins langt fyrir utan viðskifta- miðdepla Iieimsins og útkjálka- sveitirnar íslensku eru fyrir ut- an viðskiftamiðdeplana innan- lands. En eins og ísland mun verða bygt áfram, með styrk sinn ekki síður en veikleika í fjarlægðinni, eins munu ís- lensku sveitirnar f jarlægu verða bygðar áfram, jafnvel þótt þró- unin í útvöldu sveitunum væri knúin fram að einhverju leyti af ríkinu. Og eins og á íslandi verða unnin merk verk, eins munu í fjarlægu sveitunum is- lensku verða unnin þau verk, sem verða óbrotgjarnir minnis- varðar fyrir þá menn, sem ekki skorti dugnað, ósérhlífni, trygð til óðals og átthaga og trú á framtíð síns eigin lands, þá menn, sem fyrir trú sína á mátt íslenskrar moldar sönnuðu með verkum sínum, að sá atvinnu- vegur, sem framtíð þjóðarinnar byggist á meira en öðrum, er einmitt landbúnaðurinn. VII. Upphafsorðin í grein H., „Landnámið nýja“ sem birt var í dagbl. Vísi, kann einbver að skilja svo, að þær skoðanir sem eg befi komið fram með í grein- um mínum, „Framtíð landbún- aðarins", séu mér ekki fylsta alvörumál. Eg hefi skrifað þessar greinar af sannfæringu um góðan málstað og hygg, að greinarnar beri það með sér. Hitt er rétt, að eg gat þess í við-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.