Rökkur - 01.06.1931, Side 33

Rökkur - 01.06.1931, Side 33
R O K K U R 127 Bókasöfn í sveitum. Eflir Sigurgeir Friðriksson, bókavörð. —o— Utgefandi Rökkurs liefir ósk- að eftir stuttri grein frá mér uiu bókasöfn í sveitum í Ame- ríku. Eg vildi verða við.þeirri ósk, en hugurinn er ekki allur í Ameriku, og reyndar meira á íslandi. Eg er liræddur um að eg kunni að leiðast út í að gera athugasemdir, sem litið koma Ameríku við. Þess vegna hefi eg stytt fvrirsögnina og kalla greinarkorn þetta „Bókasöfn í sveitum“. Það er þá fyrst, að í Ameríku er víðast fremur lítið um bóka- söfn í sveitum. í Canada þekki eg lítið til, en Bandaríkin eru altaf talin slanda framar í bókasafnamálum og þar hefir þó til skamms tíma verið kveð- Íð svo að orði, að 40 miljónir manna, og þá aðallega sveita- fólkið, væri án bókasafna. Það uiá nálega svo að orði kveða, að alþýðubókasöfn meðnútíðar- skipuiagi séu nú fyrst að byrja að ryðja sér til rúms í sveitum 1 Ameríku. Þar sem þau eru komin, gætu þau vcrið atbygl- ís- 0g eftirbreytnisverð engu síður fyrir því. Revndar munu v°ra til lestrarfélög á stöku stað i sveitum í Ameríku. Þann- ig' eru t. d. sumstaðar i íslend- ingabygðum lestrarfélög um ís- lenskar bækur, en heimurinn veit lítið um lestrarfélögin og yfirleitt munu þau hafa lítil tök á að fylgjast með tímanum. 1 Californíu byrjaði þó sveita- bókasafna- eða sýslubókasafna- iireyfingin fvrir nokkuð mörg- um árum, og þar er hún komin mikið lengra en í nokkuru öðru riki í Bandaríkjunum. Þar er og skipulag bókasafna betra en annarsstaðar. Öll Amerika lítur nú upp til Californíu i bóka- safnamálum, og víða er revnt að taka iiana til fyirmyndar, og þangað eru sendir fulltrúar frá flestum löndum jarðarinnar til að athuga bið iieimsfræga „sýslubókasafna-kerfi“ (Coun- ty-library-system) Californíu. Þetta er fyrst og fremst því að þakka að Californía átti mann, James L. Gillis að nafni sem var óþrevtandi að hvetja til stofnunar bókasafna og koma þeim i kerfi og koma ríkinu til að setja lög um bókasöfn. Hann er nú dáinn fyrir nokkurum ár- um, en eftirkomendurnir, og dóttir hans ekki síst, halda verkinu áfram. — Californía er 4 x/-2 sinnum stærri en ísland. Meiri liluti Californíu eins og íslands, er óbygt land og talið óbyggilegt, og það, sem talið er bygt, er víða mjög strjálbygt

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.