Rökkur - 01.06.1931, Side 34

Rökkur - 01.06.1931, Side 34
128 R O K K U R þar eins og' hér. Að því leyti, sem Galifornia er talin bygð, er henni skift niður í 58 ,counties‘, sem eg leyfi mér að kalla sýsl- ur. í flestum sýslum Californíu eru nú myndarleg sýslubóka- söfn. Sýslubókasafnið er venju- lega sett á þingstað eða aðal- samkomustað sýslunnar. Það er stofnað og starfrækt fyrir fé lir sýslusjóði. Það liefir allmik- ið af allskonar bókum, gott húsnæði og góðan, lærðan bóka- vörð. Það hefir að sjálfsögðu baíði útlán og lestrarsal og fólk úr nágrenninu sa'kir þangað beint, en i þeim hlutum sýsl- unnar, sem fjær liggja, eru stofnuð útbú — sveita-bóka- söfn.— þangað er fluttur frá aðal bókasafninu nokkur forði bóka, sem ætla má að einkmn verði notaður þar í sveitinni. Aðrar bækur verða menn að panta frá aðalsafninu, ef þeir vilja ná í þær. Aðal safnið — sýslubóka- safnið, befir umráð yfir einni eða fleiri bókabifreiðum, en bókabifreiðar eru af sérstakri gerð. Þær eru kassa-bifreiðar, en hliðar kassans eru mest- megnis úr gleri. Fyrir innan glerið eru billur. Á þær er rað- að bókum, þannig að kilir bókanna — gyltir — snúa út að glerinu. Fyrir innan bókabill- urnar er gott rúm fyrir nokkra bókaskápa. Þessar bókabifreið- ar fara nú áætlunarferðir um sýsluna og lieimsækja hvert út- bú ef til vill annan hvern dag, ef til vill tvisvar i viku, ef til vill einu sinni í viku, eftir því sem föng eru til og staðhættir leyfa i hverri sýslu. Þær flytja liverju útbúi pakka af pöntuð- um bókiim og taka til baka pakka af bókum úr sýslubóka- safninu, sem búið er að lesa, en auk þess getur bókavörður útbúsins lesið á kili sýnisbók- anna gegn um glerið og' valið bækur, sem livorki honum né öðrum hugkvæmdist að panta. Bókabifreiðarnar stansa líka á sveitabæjum, þótt ekki séu þar bókasöfn, ef þess hefir verið óskað og hægt er að koma því við og levfa fólkinu að velja úr sýnisbókunum og' annara bókasafna viðsvegar um ríkið. Með þessu er bókasafnakerfi Californíu ekki lýst nema að nokkuru leyti, því að bjartað liefir ekki verið nefnt. í böfuð- borginni ,,Sacramento“ er rík- isbókasafn (State library), sem kaila mætti Alþýðubókasafn Californiu, því að það er mið- stöð fyrir öll alþýðubókasöfn í ríkinu. Um það þurfa menn að vita, til að skilja liringrás bók- anna um sveitir Californíu. Það

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.