Rökkur - 01.06.1931, Side 46

Rökkur - 01.06.1931, Side 46
140 R O K K U R sem best.við búnir. Hafa ber- fróðir menn lokið hinu mesta lofsorði á undirbúningsstarf lians í þessa átt. Og það verður heldur ekki um það deilt, að það var gætni hans, rólyndi, fyrirhyggju og siðferðisþreki, sem Frakkar eiga það mest að þakka, að framrás Þjóðverja varð stöðvuð. Áhrif þau, sem Joffre hafði á frakkneska her- inn í styrjaldarbvrjun, voru ó- metanleg. Iíerinn trejTsti Joffre, enda þótt á allra vitorði væri, að þýski herinn væri betur bú- inn að hergögnum og hefði mannafla meiri. Þó hélt Joffre aldrei hvatningarræður vfir herdeildunum. Hann kom kyr- látlega, þegar iiann fekk því við komið, stappaði i menn stálinti með nokkurum vel yfirveguð- um, hughreystandi orðum. Það sem hann sagði barst út til liers- ins. Hann sagði fátt, en menn trevstu því, sem hann sagði, og mundu það og breyttu eftir því. Frakkar liöfðu ráðgert sókn i Elsass-Lothringen, en svo hörð var innrás Þjóðverja í Belgíu, að þeir urðu að hætta við þá ráðagerð. Hvað eftir annað varð Joffre að breyta um ráðagerð, en hann hætti aldrei við þá á- kvörðun, að hef.ja sókn til þess að hefta innrásina, við fyrsta tækifæri. Hann varð að láta her- inn hörfa undan, en honum tókst að láta það fara fram með skipulagsbundnum hætti, og án þess að hermennirnir misti trúna á, að innrás Þjóðverja yrði stöðvuð. Hann var hart dæmdur þessa daga af mörgum, en fæst af því mun hafa borist honum til eyrna þá, en hann skeytti aldrei um dóma manna, liann var of mikill maður til þess. Hann var maður sem hugsaði djúpt, maður, sem kunni ekki að óttast, og maður, sem var lærður í herlistinni. Og við Marne kom i ljós, að hann var afburða herforingi. Þar stöðvaði hann innrás óvinaliðs- ins og bjargaði Frakklandi. Óþart er að fjölyrða um, hve mikla þýðingu Marneor- ustan iiafði. Með stöðvun inn- rásar Þjóðverja þar, var í rauninni loku fyrir það skotið, að Þjóðverjar gæti unnið fulln- aðarsigur í heimsstyrjöldinni. Eftir Marneorustuna hlaut Jof- fre virðingu og aðdáun allrar frakknesku þjóðarinnar, og raunar allra bandamanna Frakka. Frakkar litu upp til hans eins og föður, og hann var alment kallaður Papa Jof- fre. En þegar leið á styrjöldina og Þjóðverjar gerðu hverja heiftarárásina á fætur annari, t. d. við Verdun, til þess að brjótast í gegnum herlinur Erakka, fór að bóla á óánægju

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.