Rökkur - 01.06.1931, Page 47

Rökkur - 01.06.1931, Page 47
R 0 K Iv U R í garð Joffre. Seinna deildu þeir hann og Foch hershöfð- ingi, og fór svo, að 27. des. 1916 lét Joffre af yfirherstjórninni. Var hann þá sæmdur mar- skálksnafnbót. Hafði enginn maður hlotið þá tign áður í Frakklandi, siðan þriðja frakk- neska lýðveldið var stofnað. En þrált fvrir það, þótt svo færi, að yngri menn væri látnir taka við, þá verður ekki um það deilt, að Joffre var mikill hers- höfðingi. Hann hafði gert þjóð sinni ómetanlegt gagn og með för sinni til Bandaríkjanna kom hann miklu til leiðar fvr- ir málstað bandamanna. .Toffre var mikill maður vexti og gildvaxinn. Hann var herði- breiður mjög og höfuðstór, breiðleitur og stefnufastur á svip, kjálkarnir miklir, skegg mikið á efrivör og augabrún- irnar loðnar mjög. Var Joffre allur hinn kempulegasti og harðlegasti til að sjá, en ef horft var í andlit honum, varð á stundum vart mildi í augum hans, sem voru blá og fögur og báru ríkum mannúðartilfinn- ingum vitni. Eftirtektarvert er það mjög, að helstu blöð Þjóð- verja mintust Joffre vel, að honum látnum Ummæli þýskra hlaða bera það með sér, að hjóðverjar virtu .Toffre. Ber- hner Tagehlatt vitnaði í um- inæli von Tirpitz aðmíráls, sem kallaði Joffre sannan mann, en Lokal-Anzeigar kvað Joffre aldrei, hvorki meðan á styrj- öldinni stóð eða síðar, hafa tek- ið sér hatursorð í munn. Kreppan í U. S. A. —x— Samkvæmt áreiðanlegum skýrslum voru 5,300,000 menn atvinnulausir í Bandaríkjunum í árslok, en tala atvinnuleys- ingja hugðu menn að mundi ná liámarki í mars. Mesta atvinnu- leysi sem sögur fara af í Banda- ríkjunum áður var árið 1921, þegar liðlega 5 miljónir manna voru atvinnulausir. í mars- mánuði er búist við að tala at- vinnuleysingjanna verði komin upp í 6 miljónir en þess ber að geta, að raunverulega er talan allmiklu hærri. Nú ber þess að geta að undanfarin 10 ár hefir íbúatala Bandarikjanna aukist um 17 miljónir, svo um áramót- in var ástandið hlutfallslega ekki verra en 1921, en ástandið hefir stöðugt farið versnandi frá áramótum og engin von til þess, að nokkuð rætist úr að ráði fyrr en með vorinu. Hvern- ig ástatt er í Bandaríkjunum hefir að vonum vakið mikla

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.