Rökkur - 01.06.1931, Side 53

Rökkur - 01.06.1931, Side 53
R O K K U R 147 Kjör verkalýðsins í Rússlandi. —o— Eins og kunnugt er, liafa er- lend blöð birt fjölda frásagna um vinnuþrælkun þá, sem á sér stað á fangavinnustöðvnnum í Norður-Rússlandi. Eru frá- sagnir þessar sumar liinar iiroðalegustu og vafalaust eitt- bvað ýktar, enda byggjast þær tíðast á ummælum flótta- manna, sem hafa átt illa æfi á þessum stöðum. Er eigi nema eðlilegt, að pólitískir fangar, sem hneptir hafa verið í þræl- dóm, tíni alt til, ráðstjórn- inni til lasts, er þeir sleppa úr þrælkuninni. En vafalaust eiga pólitískir fangar í Rússlandi við hörmuleg kjör að búa. Hitt mun síður kunnugt, að kjör vinnustéttanna i Rússlandi eru alinent þau, að vinnustéttir í löndum Vestur-Evrópu og Vesturheimi myndu alls eigi geta sætt sig við slík kjör, sem Rússar bjóða verkalýð sínum. „Dépéelie de Toulouse“ er eitt af kunnustu blöðum Frakklands og eitthvert lielsta málgagn róttæka flokksins (radikala). Rlað þetta hefir löngum barist vel — ef til vill ekki altaf viturlega, en djarf- lega og af einlægni, fyrir bug- sjónir róttækra manna. Og það er eitt þeirra blaða í Frakklandi, sem hvað eftir annað hefir tekið til máls, þegar ráðstjórnar-Rússland iiefir orðið fyrir árásum i öðr- um frakkneskum blöðum, og krafist þess, að ráðstjórnin væri látin njóta sannmælis. Það vakti því eig'i litla eftir- tekt, er einmitt Dépéche fyrir skömmu birti sögu frakknesks sveitamanns, sem flutti til Rússlands til þess að hreiðra um sig í „paradís rauðlið- anna“. Verður saga lians sögð hér eftir Dépéclie, en í styttra máli. í Foreldrar manns þessa fluttust til Kákasus um alda- mótin, komust þar í dágóð efni og gátu veitt börnum sínum nokkra mentun. Þau lærðu rússnesku og vöndust rúss- neskum háttum. Sveitamaður,- inn, sem um er að ræða, var því öllum hnútum kunnugur suður þar i Kákasus | þótt frakkneskra álirifa gætti meira í uppeldi hans, og frakkneskum borgararéttind- um afsalaði fólk hans sér ald- rei. Sveitamaður þessi flutti til Frakklands á tímabilinu milli Kerensky-byltingarinnar og rauðu byltingarinnar, er bolsvíkingar náðu völdunum í landinu í sínar liendur. Maður 10»

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.