Rökkur - 01.06.1931, Page 57

Rökkur - 01.06.1931, Page 57
ROKKUR 151 þess lítil og öll viÖskifti eru dauf. Núverandi kreppa er verri en kreppan 1921. AÖ rninsta kosti 16 miljónir manna eru atvinnulausar nú. Ef fjölskyldur þessara rnanna eru meÖ taldar, er óhætt aö segja, aS 55 miljónir manna eigi við bág- indi að stríÖa vegna atvinnuleysis. Ástæðurnar til kreppunnar eru margar. í fyrsta lagi er það endur- tekning gömlu sögunnar, að á eft- ir velgengnisárum kemur altaf kreppa. Það er görnul reynsla, að á hverjum sjö eða níu árum koma krepputímar, mismunandi erfiðir og mismunandi langjr. En að þessu sinni koma óvanalega mörg og al- varleg mál til greina: Skaðabóta- málið fyrst og frernst, takmarkað- ur aðgangur aö marköðum í rúss- neskum löndum, viðskiftadeyfð og erfiðleikar í Austurlöndum, toll- verndarráðstafanir ýmissa landa, erfiðleikar bænda í ýmsum lönd- um o. m. fl. Alt á þetta rneiri og minni þátt í kreppunni.“ Alþjóðaverkamálastofan hefir ýms mál í sambandi við kreppuna til athugunar. Eins og frarnan- nefnd ummæli M. Thomas bera með sér, er hann hlyntur jafnað- arstefnunni. Á það skal bent í þessu sambandi, að einmitt í þeim löndum, þar sem jafnaðarmenn eru við vökl, svo senr Bretlandi og Ástralíu, er ástandið síður en svo nokkuru betra en annars staðar, og hefir þó ekki skort viljann í þess- um löndum, að fara eins langt í að framkvæma hinar socialistisku hugsjónir og menn frekast þorðu. Nýja Sjáland. —o— I. Nýja Sjáland (á ensku New Zealand) er eyjaflokkur í Kyrrahafi, í austurátt frá suð- urhluta Ástralíu. Nýja Sjáland er álika langt sunnan miðjarð- ar línu eins og Ítalía er norðan, og lögun landanna nokkuð lík. Nýja Sjáland er tvær stóreyjar (hið mjóa Cooksund á milli) og Iiafa þær, ef litið er á þær háðar í einu, á landabréfinu, svipaða lögun og ítalski skaginn. Stærð evjanna er 270.500 ferkílóm. og er syðri eyjan stærri (151.580 ferkílóm.). Á nyrðri eyjunni er mergð eldfjalla og gíga, heit- ar laugar og Iiverir. Syðri eyj- an er hálendari. Á vesturströnd- inni er fjallgarður rnikill (gneis, granít o. s. frv.). Hæsti tindur- inn er Mt. Cook (Aorangi) 3768 metrar. Jöklar eru margir og við sjóinri eru fjöllin víða snar- brött. í suðvesturhluta landsins er ströndin vogskorin og kvað minna á vesturströnd Noregs. Sléttuland cr á austurlduta eyj- arinnar. — Loftslagið er heil-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.