Rökkur - 01.06.1931, Page 66

Rökkur - 01.06.1931, Page 66
* 160 R Ö K Iv U R „Enn er eitt,“ sagði Dantés, „sem eg ekki skil. Hvernig hefirðu getað koniið þessu í verk, við þessa birtu?“ „Eg vann á nóttunni líka,“ sagði Faria. „Á nóttunni,“ endurtók Dantés. „Þú hlýtur að hafa kattarsjón, ef þú getur unnið að sliku i myrkri.“ „Vissulega ekki. En guð hefir gef- ið mönnunum vit, til þess að upp- hugsa og afla sér þess, sem þeir þarfnast, — eg hefi séð mér fyrir ljósi.“ „Og hvernig fórstu að því?“ spurði Dantés forviða. „Eg geymdi alla fitu af kjötinu, sem eg fékk, bræddi hana og bjó mér til olíu. Og hérna er lampinn minn.“ Ábótinn sýndi honum nokkurskon- ar smáker, líkt í lögun og lampar þeir, sem fyrr á tímum voru not- aðir.“ „En hvernig fórstu að búa til kveikinn?" „Úr léreftstætlum.“ „Og hvernig fórstu að búa til eld- spýtur?“ „Það var auðveldast. Eg bað um dálítið brennisteinsefni, vegna út- brota á húð minni.“ Dantés lagði varlega á borðið hluti þá, sem hann hafði verið að hand- leika og liorfa á. Hann hneigði höfði, hugsandi yfir því, sem hann hafði heyrt og séð. Hann undraðist og dáðist að þrautseigju, hugviti, þekk- ingu og áhuga ábótans.“ „En enn hefirðu ekki séð alt,“ sagði ábótinn, „þvi mér þótti ekki hyggilegt að geyma alla gripi mína í sama felustað. Nú skulum við loka þessum felustaðnum.“ Dantes hjálpaði ábótanum til þess að koma steininum aftur á sinn stað, en að því loknu tók ábótinn salla af gólfinu og' stráði yfir, til þess að ekki bæri á því, að nokkru hefði verið haggað, þar sem steinninn var. Því næst gekk hann að fleti sínu og færði það til. Á bak við höfða- lagið var annar felustaður á bak við stein, og í þessum felustaðnum geymdi ábótinn reipstiga, 25—30 feta langan. Dantés tók reipstigann og rannsakaði hann. Komst hann að raun um, að hann var heill og svo traustlega gerður, að hann myndi ekki slitna, þótt þungur*maður not- aði hann. „Hvar fékstu efnið?“ spurði Dan- tés. „Úr ábreiðuræflum og fleiru, sem ónothæft var orðið, og ekki hafði verið hirt um að bera út úr klefan- um, þessi þrjú ár, sem eg var í Fenestrelle. Og þegar eg var hingað fluttur, tókst mér að koma þessu með mér, án þess eftir því væri tek- ið, en hér lauk eg við að fullgera stigann. Þræði til að sauma með, náði eg úr lökunum; eg spretti upp faldinn, og faldaði þvi næst lökin aftur, þegar eg hafði náð þræði að þörf.“ Og nú sýndi ábótinn Dantési langa og beitta fiskbeinsnál, með litlu auga sem í voru tætlur af þræðinum, sem hann hafði notað. „Eg hélt einu sinni,“ hélt Faria áfram, „að ef eg gæti brotið eða sagað sundur járnrimlana í glugg- anum, þá gæti eg komist niður reip- stigann. Þú sérð, að glugginn hérna er nokkru breiðari en i klefa þín- um. En eg komst að því, að eg hefði aðeins komist í inniluktan fanga- garð. Eg hætti því við áform mitt. Áhættan var of mikil. Samt sem áð- ur geymdi eg reipstigann minn, ef ske kynni, að eg fengi hans not síð-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.