Rökkur - 01.06.1931, Síða 67

Rökkur - 01.06.1931, Síða 67
R O K K U R 161 Þegar nú Dantés hafði um stund hlustað á ábótann, fullur undrunár yfir öllu því, sem hann hafði heyrt, fékk hann slíkt álit á ábótanuin fyr- 'r hyggindi og reynslu hans, að hann fór að hugleiða, hvort ekki gæti hugsast, að ábótinn gæti ráðið þá gátu, hvers vegna sér hefði verið 'arpað í fangelsi. „Eg hefi verið að hugleiða það,“ sagði Dantés loks, „að fyrst þér hef- ir orðið svo mikið ágengt hér, þar sem þú hefir verið einn og án nokk- urra tækja og aðstoðar, og þar sem þin var stranglega gætt, þá hefði þér hlotið að verða mikið ágengt, ef þú hefðir haldið frelsi þínu. Þú hefðir orðið mikill maður. Þú hefð- ir unnið afreksverk." „Ef til vill hefði þá ekkert eftir niig legið. Erfiðleikarnir skerpa gáf- urnar. Það þarf þrýsting til þess að kveikja í púðri. Fangavistin þrýsti niér til þess að beita allri sálar og líkamsorku minni við viðfangsefni niín. Hugsanir mínar voru eins og dreifð ský. Erfiðleikarnir, fangelsis- vistin, þrýstu þeim saman. Samruni þrunginna skýja framleiðir rafmagn. Rafmagn framleiðir eldingu. Elding- in framleiðir — ér ljós.“ „Nei, — eg skil ekki,“ sagði Dan- tes og fyrirvarð sig fyrir þekkingar- skort sinn. „Sum orða þeirra, sem þú notar, skil eg ekki. Þú hlýtur að yera mjög hamingjusamur í þekk- ingarauðlegð þinni.“ Ábótinn brosti. „En það var annað, sem lá á bak við orð þín áðan? Er það ekki rétt 61 getið.“ „Jú,“ svaraði Dantés. „Segðu mér alt af létta.“ »Eg var aðeins að hugsa um það, a nieðan þú sagðir mér sögu þina, að þú ert ókunnur því, sem á daga mina hefir drifið.“ „Þú ert svo ungur, vinur minn, æfi þin er enn svo skömm, að hún getur ekki hafa verið viðburðarík." „Eg er ungur,“ kallaði Dantés. „En hræðileg örlög hafa orðið hlutskifti mitt. Eg átti ekki slík örlög skilið. Eg hefi ákallað, eg hefi formælt guði. Ef eg aðeins gæti hefnt mín á þeim, sein hrintu mér út í ólánið, þá gæti eg varist formælingarhugs- unum. Þvi eitt sinn óttaðist eg guð og elskaði hann.“ „Þú heldur því þá fram, að þú sért saklaus af þeim glæp, sem þú ert ákærður fyrir?“ „Algerlega saklaus. Eg sver við minningar mínar um þær manneskj- ur, sem eg elska heitast af öllu í heiminum, föður míns og Mercédés- ar.“ „Komdu,“ sagði ábótinn og lok- aði geymslustaðnum og færði siðan rúmið aftur á sinn stað. „Það er best, að þú segir mér sögu þína.“ Og Dantés sagði honum æfisögu sina. Hann sagði honum frá föður sinum og æskuárum, frá þvi, er hann fyrst gerðist farmaður, frá þvi, er hann fyrst fór í langferð, alla leið til Indlands, og loks frá sein- ustu sjóferðinni, þegar Leclere kap- teinn lést, frá pakkanum, sem hann afhenti honum til varðveislu, og til þess að afhenda persónulega mar- skálknum mikla. Og hann sagði á- bótanum frá viðtali sínu við mar- skálkinn og frá því, að í stað kvitt- unar fyrir pakkann, var honum fengið í hendur bréf, sem skrifað var utan á til M. Noirtier. Og loks skýrði hann honum frá hvað gerð- isti þegar til Marseille kom, frá því er hann fann föður sinn illa á sig 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.