Rökkur - 01.06.1931, Side 69

Rökkur - 01.06.1931, Side 69
R O K K U R 163 haft hagnað af því. Eg mátti mín einskis. Eg er óbreyttur alþýðumað- Ur> sem ekki hefi gert nokkrum nianni ilt. Og eg —“ »Þú segir, að til hafi staðið, að gera þig að skipstjóra á Pharaon?“ ,,Já, eg hafði fengið loforð yfir- hoðara míns fyrir þvi.“ „Og þú ætlaðir innan skamms að ganga að eiga unga og fallega stúlku?“ „Já, það er satt.“ „Hugsaðu þig nú um. Gæti ekki hugsast, að einhverir hafi viljað koma í veg fyrir þetta tvent, annað- hvort að þú yrðir skipstjóri, eða að þú gengir að eiga stúlkuna — eða hvorttveggja. Athugaðu fyrst, hvort ekki hafi verið einhver, sem lék hugur á að fá skipstjórastöðuna?" „Það féll vel á með mér og öðr- um skipsmönnum. Eg er sannfærð- ur um, að ef hásetarnir hefði mátt greiða atkvæði um, hver skyldi verða skipstjóri, þá hefði þeir flest- ir eða allir greitt atkvæði með mér. Að vísu var einn maður, sem eg held að hafi borið andúð í brjósti til mín. Við höfðum deilt, og eg hafði skorað á hann að berjast við mig, en hann neitaði að verða við þeirri áskorun minni.“ „Sjáum til! Okkur er að miða á- fi'am. Og hvað hét þessi maður?“ „Danglars.“ „Hvaða störfum gegndi hann á skipinu?“ „Hann var farmstjóri.“ „Ef þú hefðir verið gerður að skipstjóra, mundir þú þá hafa látið hann halda þessum starfa sínum?“ „Ekki ef eg hefði verið einráður uni það, því eg tók margsinnis eftir hví, að hann var ónákvæmur í veikningsfærslu sinni.“ „Nú, sjáum til, sjáum til! Segðu Jeanette MacDonald, amerísk kvikmyndaleikkona, sem nú fer mikið frægðarorð af. mér nú, var nokkur viðstaddur, þeg- ar þú áttir seinast tal við I.eclere kaptein ?“ „Nei, við vorum einir.“ „Getur ekki hugsast, að einhver hafi heyrt það, sem ykkur fór þá á milli.“ „Það er ekki óhugsandi, því að káetudyrnar stóðu opnar. Ríðum við, — nú man eg, Danglars gekk ein- mitt fyrir dyrnar í þeim svifum, er Leclere afhenti mér pakkann til marskálksins.“ „Grunaði mig ekki,“ sagði ábót- inn. „Nú erum við komnir á rétta slóð. Tókstu nokkurn með þér, er þú rerir á land á Elbu?“ „Nei, engan“ „Einhver þar afhenti þér bréf.“ „Já, marskálkurinn.“ 11*

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.