Rökkur - 01.06.1931, Síða 78

Rökkur - 01.06.1931, Síða 78
172 ROKKUR hermenn voru hafðir á verði til skiftis. Gangsvalirnar voru lagðar hellum. Hafði ábótinn hugsað sér að haga verkinu þannig, að hægt væri, þegar Jientast þætti, að losa helluna, kippa varðmanninum nið- ur, kefla hann og binda, áður en hann gæti kallað á hjálp. Því næst gæti fangarnir komist út á ytri veggi kastalans og niður vegginn með því að nota reipstiga ábótans. Gleðiglömpum brá fyrir í augum Dantésar, er ábótinn var að skýra fyrir honum fyrirætlun sina. Hon- um fanst þetta alt svo einfalt, að hann undraðist stórum, að sér skyldi aldrei hafa dottið þetta í hug fyr. Og þeir tóku til að erfiða strax þá um daginn. Tilbreytingin fr'á námi og kenslu og kyrrsetu hafði góð áhrif á þá. Og þá ekki síst vonirn- ar, sem verk þeirra hafði vakið í hugum þeirra. Ekkert tafði ]iá frá verkinu, nema að þeir urðu að fara til klefa sinna á ákveðnum tímum, sem sé þegar fangavarðarins var von, þvi ef hann hefði komið að „tómum kofunum“, hefði auðvitað alt komist upp. En þeir voru svo heyrnarnæmir orðnir, að þeir heyrðu fótatak hans í fjarska, og aldrei kom það fyrir, að þeir væri ekki komnir í klefa sína í tæka tíð. Allmiklum erfiðleikum var það bundið fyrir þá, að losna við gröft- inn, en þeim tókst það samt. Þeir urðu að mylja moldina mjölinu smærra og henda henni út um klefagluggana, þegar vindur var, sem feykti henni burtu, en þeir lögðu einnig mold frá sér í horn- um og skúmaskotum, þar sem þeir þóttust vissir um, að ekki yrði eft- ir henni tekið. Og þannig leið ár. Þeir erfiðuðu dag og nótt með hinum lélegu verk- færum sínum og hafði orðið furðu- lega mikið ágengt. Og allan þennan tíma hélt ábótinn áfram að fræða Dantés með viðræðum. Hann hélt áfram tungumálakenslunni þannig. Og hann sagði honum frá mörgu merkilegu úr sögu þjóðanna, frá mikilmennum sögunnar, sem gátu sér frægð um aldir alda. Abótinn var mentaður maður og veraldar- vanur. Hann hafði dvalið með tign- arfólki og mentuðu og framkoma hans bar þess öll merki. Hann var þunglyndislegur nokkuð, en svipur- inn og framkoman öll var hin virðu- legasta, og svo kurteis var hann, að enginn hirðsiðameistari hefði getað að fundið, en Dantés var þeim hæfi- leika gæddur, að hann gat samið sig að siðum annara, og bráðlega fór þess að gæta í framkomu hans, hver áhrif samveran við ábótann hafði á hann, samveran og hin aukna fræðsla, sem ábótinn lét honum i té. Og bráðlega var svo komið, að ef Dantés hefði alt i einu orðið frjáls og fengið fé nóg handa milli til þess að búa sig að tiginna manna háttum, þá hefði hann getað dvalist með tignum og mentuðum mönnum án þess nokkurn grunaði, að hann væri sjómaður, óskólagenginn, og verið hegningarhúsfangi í tilbót. Þegar ár var liðið og nærri misseri voru hin nýju göngu nærri fullgerð. Þeir urðu nú að grafa mjög gætilega, því þeir heyrðu nú glöggt fótatak varðmannsins yfir hiifðum sér. Þeir urðu nú og að bíða þess, að nótt yrði nægilega dimm, til þess að freista að leggja á flóttann. Og það, sem þeir óttuðust mest nú, var það, að þær steinastoðir, sem þeir höfðu umbúið undir hellunni, myndu bila áður en flóttastundin rynni upp. En Dantés hafði komist yfir brot úr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.