Rökkur - 01.06.1931, Side 79

Rökkur - 01.06.1931, Side 79
R 0 K K U R 173 bjálka og gat komið því fyrir und- ir helluna til frekara öryggis. Einmitt á meðan Dantés var að þessu, hafði ábótinn verið að telgja spýtu í klefa hans. Ætlaði hann að nota hana til þess að festa reipstig- ann með. Alt í einu heyrði Dantés andvörp og stunur koma úr klefan- um og varð hann óttasleginn mjög og flýtti sér þangað. Ábótinn stóð á miðju klefagólfi fölur og skjálf- andi, en svitinn bogaði af honum. Hann krepti hnefana. „tíuð minn góður,“ hrópaði Dant- és. „Hvað gengur að þér?“ „Fljótt, fljótt," svaraði ábótinn, „hlustaðu á hvað eg segi.“ Dantés horfði á hann skelkaður, sem von var, þvi Faria var orðinn helblár i framan, varirnar náhvít- ar, en hár hans úfið og dauðaangist í öllum svipnum. Meitillinn, sem Dantés hélt á, féll til jarðar, án þess hann veitti því eftirtekt. „Hvað er það?“ spurði hann. „Það er úti um mig,“ sagði ábót- inn, „ef þú getur ekki hjálpað mér. Eg er haldinn sjúkdómi, sem fyrr eða síðar verður banamein mitt. Eg hefi fengið svona aðsvif einu sinni áður, árið áður en eg var tekinn til fanga. Við þessu er aðeins eitt ráð. Farðu þegar inn i klefa minn. Einn rúmstólpinn minn er holur og inn- ani honum er geymt glas með rauðri mixtúru. Sæktu það. Nei, nei, eg þori ekki að hætta á að bíða hér. Hjálp- aðu mér heldur að komast i klefa minn, einhver gæti komið hingað. Mér er ekki enn horfinn allur kraft- ur. Hver veit hvað gerast kann áð- ur en aðsvifið er liðið hjá.“ Þrátt fyrir skelfing þá, sem greip Rantés, var ekkert hik á honum. Hann gerði það, sem ábótinn bauð bonum, og gat með erfiðismunum dregið hann með sér inn i klefa hans. Er þangað var komið, lagði hann hann þegar á rúm hans. „Þakka þér fyrir," sagði ábótinn skjálfandi röddu. Hann titraði allur eins og honum væri ískalt.“ Það er krampi, sem er í aðsigi. Þegar hann nær hámarki, ligg eg annaðhvort kyrr og hreyfingarlaus, án þess að til mín heyrist stuna eða hósti, ell- egar eg fæ hræðilegar kvalir, æpi og veina og froðufelli. Þú verður að gæta þess vel, að óp mín heyrist ekki, og berðu klæði að vitum mín- um til þess. Ef til mín heyrðist, mundi eg verða fluttur í annan klefa og þá sjáumst við aldrei aftur. En þegar krampaflogin eru liðin hjá, þá — og ekki fyrr, mundu það — áttu að opna muninn á mér með meitl- inum, því þú getur það ekki með öðru móti, og hella 8—10 dropum af vökvanum í háls mér. Þá má vera, að eg nái mér aftur.“ „Þá — má vera?“ endurtók Dant- és i angist. „Hjálp, hjálp,“ kallaði ábótinn, „eg dey, ef — Krampateygjurnar, sem nú byrj- uðu, voru svo miklar, að vesalings fanginn gat ekki lokið við setning- una fyrir kvölum. Allur líkami hans titraði og það var engu líkara en að augun myndi þrýstast úr höfði honum. Munnurinn varð allur skældur og kinnarnar purpurabláar á lit. Ilann barðist um og æpti svo hátt, að Dantés varð dauðskelkaður, þótt hann vefði ábreiðunni um höf- uð honum. Á þessu gekk í fullar tvær stundir. Þá fór krampaflogun- um að linna. Og loks lá ábótinn máttlaus og ósjálfbjarga sem ung- barn og það var engu líkara en sein- asti lífsneisti hans væri að slokna. Þegar svo var komið, tók Dantés

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.