Bændablaðið - 01.12.2022, Side 7

Bændablaðið - 01.12.2022, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 LÍF&STARF G lænýjar vísur frá Ingólfi Ómari Ármannssyni bárust í pósthólf þáttarins. Líkt og allur kveðskapur hans, þá eru vísurnar af bestu gerð: Linar sút og sára kvöl, sálartetri hlýnar, þegar rennur áfengt öl oní kverkar mínar. Þess eru líka dæmi að Bakkus fylgi með í hestaferðum. Því fylgir með ofanskráðri vísu ein hestavísa frá Ingólfi Ómari: Eykur fljótur fiman gang, for og grjóti þeytir. Yfir hnjótur vítt um vang vökrum fótum beitir. Nokkurt efni hefur birst undanfarið eftir Jón Ingvar Jónsson, einn ástsælasta hagyrðing samtíðar sinnar, en Jón Ingvar lést þann 26. ágúst og var jarðsunginn 4. október síðastliðinn. Í minningu hans fylli ég það sem lifir þáttar. Vel er viðeigandi að skrá fyrst stutt aðventuljóð eftir Jón Ingvar: Sjá! Frúin, hún ryksugar, fægir og þvær og flest sem að húsverkum lýtur hún leysir, sá starfi er konum svo kær og kvenlega eðlið sín nýtur. Af alúð og natni hún undirbýr jól svo ekki er mikið um næði, en skáldið er hugsi í hægindastól og heillast af ósömdu kvæði. Rökvísi er hægt að beita í brag: Krunki hrafn við kaldan sæ kemur júní eftir maí. Kyssi báran kalda sker koma jól í desember. Staddur á tjaldstæði orti Jón Ingvar: Þegar myrkrið missir vald og morgungeislar lýsa skríður örþreytt inn í tjald útitekin skvísa. Á ferð með Iðunnarfélögum orti Jón: Yfir kæra frónið fríða furðu léttir enn gúmmídekkjagriðung ríða gamlir kvæðamenn. Einn nánasti vinur Jóns Ingvars meðal hagyrðinga var Sigrún Haraldsdóttir, sem tók saman það efni sem hér er birt. Til Sigrúnar orti Jón Ingvar: Í æsku varstu ósköp góð, og efni mikið þóttir, en svo fórst þú að semja ljóð Sigrún Haraldsdóttir. Hárið er farið að þynnast: Áður helst minn hróður jók hárið þykkt og mikið. Drottinn gaf og Drottinn tók, Drottinn fór yfir strikið. Jón Ingvar starfaði sem leiðsögumaður um langt árabil. Um þá iðju orti hann tvær vísur: Þegar völlur þiðnar senn og þokar mjöll af grundum upp á fjöll og ferðamenn fer ég öllum stundum. Í lífinu vel er ég liðinn og Laufeyju strýk ég um kviðinn hvern einasta dag og af því fékk slag því ég er svo andskoti iðinn. Í göngutúr um borgarlandið orti Jón: Beautiful er borg mín öll og björt í senn þar sem konur væta völl og veggi menn. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 310MÆLT AF MUNNI FRAM Bergur Jónsson og Olil Amble voru valin Ræktunarmenn ársins 2022 á haustráðstefnu fagráðs í hrossarækt sunnudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Þau kenna hross sín við Ketilsstaði á Völlum og Syðri-Gegnishóla í Flóa. Þetta er í sjötta sinn sem þau hljóta titilinn. Ráðstefnan, sem var haldin í Sprettshöllinni, var vel sótt en meðal dagskrárliða var kynning Úndínu Ýr Þorgrímsdóttur dýralæknanema á rannsókn á magasárum í hrossum og erindi Þorvaldar Kristjánssonar kynbótadómara um sögu Landsmóta og þátttöku kynbótahrossa. Í framhaldi fóru gestir ráðstefnunnar yfir spurningar sem fagráð var búið að setja niður auk þess sem orðið var gefið frjálst. Var þetta byrjunin á umfjöllun sem fagráð ætlar sér að taka með í mótun á framtíðarsýn Landsmóta og aðkomu hrossaræktar og kynbótahrossa að þeim. Allmörg verðlaun voru veitt á ráðstefnunni. Tuttugu hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en þeim verða gerð nokkur skil í jólaútgáfu Bændablaðsins. Hans Þór Hilmarsson hlaut verðlaun fyrir að sýna það hross sem hlaut hæstu hæfileikaeinkunn án áverka þegar Sindri frá Hjarðartúni hlaut 9,38, en það er enn fremur það hross sem hæstu hæfileikaeinkunn hefur nokkru sinni hlotið (sjá nánar bls. 26). Sindri er sjö vetra gamall, undan Stála frá Kjarri og Dögun frá Hjarðartúni. Stóðhesturinn Fróði frá Flugumýri hlaut viðurkenningu fyrir hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn án skeiðs, 9,14. Hann var sýndur af ræktanda sínum og eiganda, Eyrúnu Ýri Pálsdóttur. Teitur Árnason er meðræktandi og Alexandra Hoop meðeigandi. Fróði er 5 vetra undan Hring frá Gunnarsstöðum og Fýsn frá Feti. Þá hlaut stóðhesturinn Viðar frá Skör viðurkenningu fyrir að hafa hlotið hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn ársins, 9,04, en það er líka það hross sem hefur hlotið hæstu aðaleinkunn nokkru sinni. Viðar er ræktaður af Karli Áka Sigurðssyni en í eigu Flemming Fast og Gitte Fast Lambertssen. Viðar 8 vetra er undan Hrannari frá Kýrholti og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Knapi Viðars, Helga Una Björnsdóttir, var valin kynbótaknapi ársins. Fimmtán bú voru tilnefnd til titilsins ræktunarbú ársins og hlutu aðstandendur þeirra viðurkenningu á fundinum. Sem fyrr segir kom svo í hlut Ketilsstaða/ Syðri-Gegnishóla að bera titilinn ræktunarbú ársins 2022. Bergur og Olil státa af mögnuðum ræktunarárangri til fjölda ára. Þau standa afar faglega að sinni ræktun og öllum hliðum hennar, s.s undirbúningi hrossa, tamninga og sýningahalds. Verðlaunin í ár byggja á níu sýndum hrossum, en átta þeirra fengu fyrstu verðlaun í kynbótadómi og var aldursleiðrétt meðaleinkunn þeirra 8,21 og meðalaldur 5,8 ár. Auk einstaklingssýndra hrossa hlutu fjórar hryssur úr þeirra ræktun heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, þær Álöf og Spes frá Ketilsstöðum og Heilladís og Skjóða frá Selfossi. Þá hlutu tveir stóðhestar úr ræktun þeirra fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi en það eru bræðurnir Álfarinn og Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum en sá síðarnefndi hlaut Orrabikarinn á Landsmótinu í ár sem efsti stóðhesturinn í sínum flokki afkvæmahesta. Þess má geta að búið hlaut einnig titilinn Keppnishestabú ársins 2022 á verðlaunahátíð Landssambands hestamannafélaga fyrr í nóvembermánuði. Í umsögn sambandsins kemur fram að hross frá búinu séu í verðlaunasætum móta um allan heim, m.a. sem landsmeistarar í Sviss og Þýskalandi og úrslitahestar á Landsmóti í mismunandi greinum. /ghp Hrossaræktendur verðlaunaðir Aðstandendur tilnefndra ræktunarbúa ársins stilla sér upp fyrir myndatöku með forsvarsmönnum Bændasamtaka Íslands og fagráðs í hrossarækt. Myndir / GB1 Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi. Olil Amble situr hér Álfaklett frá Syðri- Gegnishólum sem hlaut Orrabikarinn á Landsmóti. Mynd / KollaGr Viðar frá Skör og Helga Una á Landsmóti í sumar. Mynd /Óðinn Örn - Eiðfaxi Helga Una Björnsdóttir var valin kynbótaknapi ársins. Sveinn Steinarsson, formaður deildar hrossabænda, Brynja Amble Gísladóttir, Bergur Jónsson, Elin Holst, sem tóku við verðlaunum fyrir hönd Ketilsstaða/Syðri-Gegnishóla, Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, varaformaður deildar hrossabænda. Fróði frá Flugumýri og Eyrún Ýr á Landsmóti í sumar. Mynd / Óðinn Örn - Eiðfaxi Eyrún Ýr Pálsdóttir tekur við verðlaunum fyrir Fróða frá Flugumýri. Þorvaldur Kristjánsson ræddi um þátttöku kynbótahrossa á Landsmótum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.