Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Heimild: The World Bank. Commodity Markets Outlook. October 2022. Verð á hrávörumörkuðum enn í hæstu hæðum Góð uppskera ástæða verðlækkunar Verð á kornvörum lækkaði um 12% á þriðja ársfjórðungi 2022 en er áfram næstum 20% hærra en fyrir ári síðan. Lækkun á hveitiverði er einkum vegna góðrar uppskeru á heimsvísu og samninga SÞ og Rússlands um útflutning á kornvöru frá Úkraínu um Svartahaf. Gert er ráð fyrir því að birgðir á kornvörum dragist saman á þessu ári vegna samdráttar í framleiðslu. Markaðir gera ráð fyrir því að framboð á soja verði minna en verið hefur, sem hefur sett þrýsting á verð. Hveiti 61 kr/kg 23% Maís 48 kr/kg 43% Soja 76 kr/kg 20% Áburðarhráefni Verð í október ásamt 12 mánaða verðbreytingu Köfnunarefni (Urea) 89 kr/kg -8% Fosfór (TSP) 95 kr/kg 9% Kalí (Potassium chlo.) 79 kr/kg 155% Fóðurhráefni Verð í október ásamt 12 mánaða verðbreytingu 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt 2021 2022 Ja nú ar 20 21 = 1 00 Heimsmarkaðsverð á fóðurhráefnum Hveiti Maís Soja 0 50 100 150 200 250 300 350 400 Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt 2021 2022 Ja nú ar 20 21 = 10 0 Heimsmarkaðsverð á áburði N (Urea) Fosfór Kalí Áburðarverð lækkar Þróun á heimsmarkaði með áburð sýnir lækkun á þriðja ársfjórðungi 2022, eftir að áburður náði sögulega hæsta verði í apríl. Verðlækkun er fyrst og fremst knúin áfram af minni eftirspurn, þar sem bændur hafa einfaldlega dregið úr notkun eða ekki haft tök á því að kaupa áburð. Þá ríkir enn þá mikil óvissa með framboð vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta- Rússlandi og Rússlandi. Þá hefur ríkisstjórn Kína takmarkað útflutning á áburði. Innflutningur á hráefnum til fóðurframleiðslu 2020-2022 Magn, tonn Verðmæti, millj. Kr Einingaverð, kr/kg 2020 2021 2022 2020 2021 2022 2020 2021 2022 Harðhveiti til fóðurs 21.055 20.343 17.942 695 784 960 33 39 54 Hveiti til fóðurs 5.480 5.355 4.084 188 218 222 34 41 54 Bygg til fóðurs 12.035 11.905 8.921 358 443 431 30 37 48 Annar maís til fóðurs 20.533 19.249 15.130 730 803 835 36 42 55 Sojabaunamjöl 2.535 2.626 2.240 152 182 177 60 69 79 Olíukökur (soja) 14.197 13.199 10.501 865 917 826 61 69 79 Annað dýrafóður 17.475 17.083 12.831 1.061 1.193 969 61 70 76 Í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og innrásar Rússa í Úkraínu urðu hækkanir á hrávörumörkuðum sem varla eiga sér hliðstæðu. Þrátt fyrir að greina megi nokkra verðhjöðnun á hrávörumörkuðum, síðustu misserin, er verð enn í hæstu hæðum. Verðhjöðnun á hrávörumörkuðum er einkum knúin áfram af miklum samdrætti í hagvexti á heimsvísu og áhyggjum af yfirvofandi samdrætti í alþjóðlegum viðskiptum. Þróun verðlags næstu mánuðina ræðst að miklu leyti af stöðu á orkumörkuðum. Líkur eru á því að orkuverð fari lækkandi með tilheyrandi verðhjöðnun á hrávörumörkuðum. Allir greinendur eru sammála um að mikil óvissa ríki á öllum mörkuðum. Verð á Brent hráolíu lækkaði verulega á þriðja ársfjórðungi 2022 og var verðið í september 2022 að meðaltali 25 prósentum undir því sem það var í júní. Fallið endurspeglar áhyggjur af yfirvofandi samdrætti í alþjóðlegum v i ð s k i p t u m , áframhaldandi t a k m a r k a n i r vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína og ákvörðun olíuríkja um aukna framleiðslu. Verð á jarðgasi í Evrópu náði sögulegu hámarki í ágúst 2022. Síðan þá hefur verð farið lækkandi, m.a. vegna bættrar birgðastöðu, sem m.a. er tilkomin vegna fyrirhugaðra áforma nokkurra Evrópuríkja um að flytja inn fljótandi jarðgas. Spár gera ráð fyrir að verð á gasi muni lækka árið 2023 vegna minni eftirspurnar. Horfur í orkuverði munu þó ráðast af því hversu kaldur veturinn í Evrópu verður. Hækkanir á hrávörumörkuðum eru þegar komnar fram í verði hér á landi og allt eins víst að meiri hækkun sé í kortunum. Heimild: Hagstofa Íslands. Október 2022. Tölur fyrir 2022 eru fyrir jan-okt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.