Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 20

Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 FRÉTTASKÝRING Loftslagsmál: Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun – Tekjumöguleikar landeigenda geta aukist með nýrri tækniforskrift Í ágúst á þessu ári gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun sem er viðauki við ISO staðal 14064 um gróðurhúsalofttegundir. Í þessum mánuði stendur til að fyrstu einingarnar sem vottaðar eru samkvæmt þessum nýju leiðbeiningum fari í sölu. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri loftslagsverkefna hjá Staðlaráði Íslands – sem er aðili að Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO, segir forsögu tækniforskriftarinnar vera þá að Loftslagsráð gaf út í lok árs 2020 álit þar sem farið var yfir stöðuna í kolefnisjöfnun á Íslandi. Ráðinu þótti ljóst að ekki væri hægt að sannreyna margar fullyrðingar á bak við kolefnisjöfnun og áhyggjur voru að ýmsar yfirlýsingar fyrirtækja um kolefnisjöfnun væri ákveðinn grænþvottur. Aðilarnir á bakvið áðurnefnt álit sáu að ekki væru til leiðir til að sannreyna hvort yfirlýsingar fyrirtækja um kolefnisjöfnun væru sannar. Í kjölfarið héldu Staðlaráð Íslands og Loftslagsráð Íslands vinnustofur í ársbyrjun 2021 þar sem hagaðilar á markaði áttu samtal. „Niðurstöður þeirrar vinnustofu voru þær að þetta væri nokkurn veginn villta vestrið hér á Íslandi. Það væri hver í sínu horni að gera það sem þau teldu vera rétt og víða væri pottur brotinn,“ segir Haukur Logi. Vinnustofan leiddi af sér að sett var á fót tækninefnd á vegum Staðlaráðs Íslands. Þar var skoðað hvaða kerfi væru til sem hægt væri að nota til að votta framleiðslu íslenskra kolefniseininga og aðgerðir fyrirtækja og stofnana í átt að kolefnisjöfnun. Nefndin taldi að best væri að byggja á ISO 14064 staðlinum um gróðurhúsalofttegundir, en í hann vantaði kröfur, viðmið og leiðbeiningar til að hægt væri að votta kolefnisbókhald fyrirtækja og framleiðslu kolefniseininga. Tækniforskriftin er hugsuð sem viðauki við áðurnefndan staðal og er gagnslítil ein og sér. Meira en kolefnisjöfnun til að ná kolefnishlutleysi Haukur Logi segir að ef fyrirtæki og stofnanir ætla að kolefnisjafna sig samkvæmt tækniforskriftinni þarf viðkomandi skipulagseining í stuttu máli að móta loftslagsstefnu, setja sér markmið um að draga losun í algjört lágmark og móta aðgerðaráætlun um hvernig eigi að ná því marki. Lykilatriði er að einungis er hægt að kolefnisjafna fyrir það sem út af stendur og ekki er nokkur leið að koma í veg fyrir með innri aðgerðum. Annað atriði í tækniforskriftinni er að við framleiðslu á kolefnis­ einingum er gerð krafa um viðbót (e. additionality) við óbreytt ástand. Ekki er hægt að fullyrða að framleiddar séu kolefniseiningar í verkefnum sem eru fyrir löngu tilbúin, hefðu hvort eð er gerst eða aðilar eru lagalega bundnir af. Eins langt og Haukur Logi veit, er þetta í fyrsta skipti á heimsvísu sem tækniforskrift sem þessi er sett saman af staðlasamtökum og byggir á ISO staðli. Það var þó ekki verið að finna upp hjólið, heldur var tekið saman það sem er gott og gilt og hefur sýnt sig að virkar á alþjóðavísu. Hann segir ýmislegt í farvatninu hjá alþjóðlegum staðlasamtökum sem muni hafa meira gildi hér á landi sem annars staðar. Það er þó einhver tími í að fullgildir alþjóðlegir staðlar frá samtökum eins og ISO verðir tilbúnir. Vinnan við þessa tækniforskrift mun nýtast vinnuhópum á þeirra vegum sem og öðrum sem hafa hug á að fara í svipaða vegferð. Rekjanleiki og engin tvítalning Guðmundur Sigbergsson var formaður tækninefndarinnar sem mótaði tækniforskriftina, en starfar annars sem framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands. Hann segir Staðlaráð hafa nýst sem samráðsvettvang fyrir hlutaðeigandi aðila sem gátu mótað tækniforskriftina annars vegar út frá forsendum fyrirtækja og hins vegar út frá forsendum verkefnanna og skilgreint hvernig þessir aðilar mætast á markaði. Hann segir að grunnforsenda kolefnisjöfnunar sé rekjanleiki og að tvítalning sé algjörlega fyrirbyggð. Ef eigandi kolefniseininga vill nýta þær til að jafna sína losun þá þarf viðkomandi að „brenna“ einingarnar þannig að ekki sé hægt að nota þær aftur. Skógrækt og endurheimt votlendis ekki einu leiðirnar Alls eru 97% af öllum útgefnum kolefniseiningum, samkvæmt Guðmundi, einingar sem urðu til við verkefni sem miða að því að fyrirbyggja eða draga úr losun – eins og endurnýjanleg orka framleidd í ríkjum þar sem kolaorkuver eru ráðandi. Ástæðurnar fyrir því að þetta er vinsælasta leiðin er sú að þessi verkefni hafa oft aðra tekjustrauma en vegna kolefniseininga, ekki þurfi að hafa áhyggjur af varanleika og á Kyoto­tímabilinu var lögð áhersla á samdrátt í losun. Kolefnisbindingaverkefni eru hins vegar venjulega háð tekjum vegna sölu kolefniseininga, tryggja þarf varanleika þeirra og þau taka langan tíma – eins og í skógrækt þar sem allt að 50 ár taki fyrir allar einingarnar að taka gildi. Allar kolefniseiningar fá ártal og raðnúmer. Ef einhver eining er árgerð 2022, þá á hún að vera með staðfestan árangur fyrir það ár, ekki árið sem verkefninu var hrundið í framkvæmd. Ekki er hægt að nýta einingar til kolefnisjöfnunar fyrr en ártalið rennur upp. Kolefniseiningar ný hrávara Ísland hefur lögfest markmið um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Með þessu markmiði og áðurnefndri tækniforskrift má gera ráð fyrir að markaður með kolefniseiningar fari stækkandi hér á landi. Erlendis hefur verið vöxtur á kolefnismörkuðum og Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Áætlað er að fyrsta sala kolefniseininga sem vottaðar eru samkvæmt nýrri tækniforskrift fari fram í desember. Með tækniforskriftinni koma skýrar leikreglur sem aðilar á markaði geta fylgt. Meðfylgjandi mynd var tekin við gróðursetningu fyrir loftslagsverkefni á vegum Yggdrasil Carbon í sumar. Mynd / Aðsend Haukur Logi Jóhannsson hjá Staðlaráði Íslands segir að ákall hafi verið eftir skýrum reglum. Tækniforskriftin er viðauki við alþjóðlegan staðal um gróðurhúsalofttegundir. Mynd / Aðsend Guðmundur Sigbergsson var formaður tækninefndarinnar sem mótaði tækniforskriftina. Hann starfar sem framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands. Mynd / Aðsend Gunnlaugur Guðjónsson hjá Skógræktinni segir að tækniforskriftin muni skapa eftirspurn eftir loftslagsverkefnum. Mynd / Aðsend Einar Bárðarson hjá Votlendissjóði sér fram á að hægt sé að búa til nýja tekjulind fyrir landeigendur. Mynd / Aðsend Björgvin Stefán Pálsson fer fyrir Yggdrasil Carbon sem vinnur að þróun sjálfbærra loftslagsverkefna í náttúru Íslands. Mynd / AðsendSkorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • Vefverslun: www.skorri.is Öll hleðslutæki með afslætti fram að jólum Hleðslutæki 20% Afsláttu r Jólatilboð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.