Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 fullkomlega um félagana - hver bás 4x4 fm að stærð. Rennibekkirnir eiga sér þar allir sinn stað og þó stærð þeirra sé mismunandi er nægt rými fyrir eigendurna til að snúa sér í hring. Taka jafnvel nokkur dansspor. Stærðin og þá verðbilið á bekkjunum er frá um 100 þúsund krónum upp í 1,5 milljón króna. Fer þá í raun eftir hvort eigandinn sér fyrir sér að gera smáa og fínlega hluti eða þá sem meiri eru um sig. Geymslurými má svo finna fyrir ofan hvern bás þar sem sést glytta í efniviðinn. Einn er þó básinn sem ekki hýsir rennibekk, en þar hefur aðsetur hún Anna Lilja Jónsdóttir, útskurðarmeistari staðarins. Gaman er að sjá hvernig listrænir hæfileikar hennar fá að njóta sín frá teikningu að fullgerðu verki og greinilegt að þarna er um reglulega listakonu að ræða. Allir eru sammála um að félagsskapurinn sé góður en hann hófst fyrir tíu árum og hefur haldist jafn og þéttur síðan. Kaffistofan er á sínum stað, allir með eigið pláss, geta verið í sínu en einnig rabbað við næsta mann ef svo ber undir. Í Snúið og skorið eru allir með lykil og leigunni skipt bróðurlega á milli. Að lokum „Í augnablikinu eru félagsmenn í Félagi trérennismiða alls 248 yfir landið, flestir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Örn. „Hafa félagsmenn aðgang að skemmtilegu fólki á mánaðarlegum fundi sem haldinn er í smíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Til viðbótar við skemmtilega fólkið hafa nokkrar verslanir gefið okkur afslátt á verkfærum og slíku,“ bætir hann við. „Stefnt er að því að taka upp fundina og deila yfir netið svo þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geti notið þeirra líka. Við erum alltaf með fræðslu og sýnum rennsli. Nú, farin er ein dagsferð að vori, rennismiðatengd. Síðast fórum við á Stykkishólm og á Ólafsvík og heimsóttum félaga þar, til að styrkja böndin. Svo stefni ég að því að halda svokallaða rennimessu úti á landi. Við héldum eina hér í Reykjavík, en stefnum á Eyjafjörðinn. Rennimessa er í raun þannig að þá koma áhugasamir með bekkina sína og við rennum saman auk þess sem gestum og gangandi er boðið að líta inn og kynna sér hvað við höfum upp á að bjóða. Hvatning inn á við og út á við. Ég get ekki sagt annað en að hagurinn af því að vera í félaginu sé augljós og öllum velkomið að kíkja á mánaðarlegu fundina okkar,“ segir Örn Ragnarsson, formaður Félags trérennismiða, brosandi. Anna Lilja Jónsdóttir, útskurðarmeistari staðarins er sú eina sem mundar ekki rennibekkinn í Snúið og skorið. Úrval af þægilegum og endingagóðum sokkum. 40 sölustaðir, hafðu samband til að fá upplýsingar um sölustað í nágrenni við þig. Sokka Kompaníið ehf. 230 Reykjanesbær - info@socks2go.eu - gsm: 831 8400 - www.socks2go.is Óskað er eftir tilboðum í rekstur fjallaskála Bláskógabyggð auglýsir eftir tilboðum í rekstur fjallaskála á Kili. Nánar tiltekið er um að ræða hálendismiðstöðina Árbúðir og fjallaselið Gíslaskála í Svartárbotnum, ásamt tilheyrandi mannvirkjum, og nánar tilgreindum hesthúsum og hestagerðum á svæðinu. Óskað er eftir tilboði í rekstur fjallaskálanna til fimm ára frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027. Nýta skal hina leigðu aðstöðu til reksturs ferðaþjónustu. Þeir sem hafa áhuga á að fá verðfyrirspurnargögn sendi beiðni þess efnis á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Bláskógabyggðar eigi síðar en miðvikudaginn 7. desember n.k. kl. 11:00 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.