Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 46

Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Á FAGLEGUM NÓTUM Hin heimsfræga þýska landbúnaðarsýning, EuroTier, var haldin um miðjan nóvember síðastliðinn en þessi sýning er venjulega haldin annað hvert ár. Árið 2020 var það þó ekki hægt þar sem heimsfaraldurinn geisaði. Þessi sýning, sem er sérhæfð í búfjárrækt og þá sérstaklega í nautgripa-, svína- og alifuglarækt, er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og þar er aðaláherslan lögð á tækni og þjónustu við búgreinar en einnig eru haldnar hefðbundnar kynbótasýningar á sýningunni. Alls sýndu 1820 fyrirtæki vörur sínar og þjónustu á henni. EuroTier hefur þá sérstöðu meðal landbúnaðarsýninga að flest fyrirtæki í þessum megingeirum landbúnaðarins reyna yfirleitt að nota sýninguna til þess að frumsýna nýjungar í von um að vinna til heiðursverðlauna sýningarinnar. Sýningin í ár stóð svo sannarlega undir nafni og var sérstök fyrir þær sakir að þrjú fyrirtæki fengu gullverðlaun sýningarinnar fyrir heimsfrumsýningu á nýjungum sem þykja skara fram úr. Sýninguna, sem stóð í fjóra daga, sóttu rúmlega 100 þúsund gestir og þar af nokkrir Íslendingar. Að vanda var ótal margt áhugavert sem fyrir augu bar og hér má sjá nokkur dæmi um slíkt. Að vanda var hægt að sjá marga fallega kynbótagripi á sýningunni. Eitt spenagúmmí fyrir allar kýr Ein af framannefndum þrennum gullverðlaunum voru gefin til fyrirtækisins Siliconform Vertriebs fyrir einstaka nýjung en það er spenagúmmí, reyndar úr sílikoni, sem er með sérstaklega hannað op sem gerir það að verkum að það mjólkar allar kýr jafn vel óháð spenastærð. Þetta hefur verið vandamál frá upphafi vélmjalta enda kýr með ólíka spena að stærð og lögun og hafa bændur því þurft að vera með spenagúmmí sem henta flestum kúm en þá eru s.s. alltaf einhverjar kýr sem mjólkast verr vegna þess að þeirra spenar passa í raun ekki almennilega í spenagúmmíið. Þessi nýjung er því einstök og verður einkar fróðlegt að fylgjast með því hvort stóru aðilarnir á markaðinum komi ekki í kjölfarið með einhvers konar nálgun að svipaðri hönnun. Það mun koma í ljós á næstu misserum. Hin nýja hönnun auðveldar góðar mjaltir fyrir allar kýr óháð spenastærð. Hreinsar sjálfkrafa útigerðið Önnur gullverðlaun sýningarinnar féllu í skaut fyrirtækisins Wasserbauer sem kynnti hreint magnaða nýjung en um var að ræða þjarka sem ekur um útigerði hrossa og tekur upp hrossaskít! Þetta undratæki vinnur út frá staðsetningarbúnaði og notkun stafrænna myndavéla sem umlykja útigerði hrossanna. Þessi búnaður „veit“ hvernig hreint gerði lítur út og ef hross skítur úti, þá getur tölvubúnaðurinn staðsett skítinn og sent þjarkann á staðinn. Hann er svo útbúinn þéttriðnum gaffli og mokar hreinlega skítnum upp og setur í sérstakan kassa. Svo keyrir þjarkinn með skítinn á þann stað sem eigandinn vill að skítnum sé ekið til og losar kassann. Eiginlega hálf ótrúleg tækni! Þjarkinn safnar upp sjálfkrafa hrossaskít í útigerðinu. GEA geldir kýrnar betur upp Þriðju og síðustu gullverðlaun sýningarinnar féllu svo mjalta- tækjaframleiðandanum GEA í skaut en fyrirtækið hefur hannað sérstakan hugbúnað, fyrir mjaltaþjóna fyrirtækisins, sem geldir kýrnar sjálfkrafa upp með betri hætti en hingað til hefur verið mögulegt. Búnaðurinn sér sjálfur um að mjólka kýrnar að hluta til, þ.e. tekur af þeim áður en þær eru tómar 10 dögum fyrir ætlaðan geldstöðudag og gerir þetta alla daga fram að burði í hlutfalli við ætlaða framleiðslugetu kúnna. Þetta er áhugaverð nýjung sem GEA hefur útbúið þarna en oftar en ekki gelda bændur kýrnar mun hraðar upp en GEA gerir hér og margir hætta hreinlega að mjólka frá einum degi til annars. Verðlaun sýningar sem ekki varð Á sýningunni í ár mátti reyndar sjá fleiri verðlaun, svo sem í öðrum flokkum auk þess frá sýningunni sem var frestað. Það ár var verðlaunum úthlutað til nokkurra fyrirtækja, sem sóttu um og kynntu tækni sýna án þess þó að sýningin væri haldin vegna heimsfaraldursins. Þessi fyrirtæki gátu svo í ár kynnt sig sem „verðlaunafyrirtæki“ og eitt þeirra var með áhugaverða tækni en um var að ræða sérstakan búnað sem fylgist með heilsufari kálfa í einstaklingsstíum. Víða erlendis er mjög algengt að smákálfar séu hafðir í einstaklingsstíum fyrstu vikurnar eftir burð, til þess að gefa þeim færi á að ná styrk og þreki áður en þeir eru færðir í hópstíur. Þetta er einnig gert til þess að auðvelda umsjónarfólki að sinna kálfunum s.s. við mjólkur- og kjarnfóðurgjöf svo dæmi sé tekið. Búnaður fyrirtækisins Futuro Farming felst í því að sérhönnuðum hreyfiskynjara er komið fyrir á framhlið stíunnar og fylgist búnaðurinn með atferli kálfsins, þ.e. hreyfingu og legu. Svo er sérstakur hugbúnaður sem reiknar út fyrir hvern kálf, út frá mældum gögnum, hvort líkur séu á því að kálfurinn sé að veikjast eða ekki. Búnaðurinn þykir einkar nákvæmur og getur fundið merki um slappleika vegna lungnaveiki allt að þremur dögum áður en verulega sýnileg einkenni koma fram. Þá getur búnaðurinn numið merki um að kálfurinn sé að fá skitu allt að 12-24 tímum áður en kálfurinn fær raunverulega skitu. Fyrir vikið er hægt að grípa mun hraðar inn í og beita mótvægisaðgerðum svo draga megi úr veikindunum eða jafnvel koma í veg fyrir þau. . Alls konar kæling kúa Þeir sem fara reglulega á fagsýningar vita að þær eru einstaklega góður vettvangur til þess að fylgjast með þróun tækni og búnaðar í landbúnaði. Þannig má nefna sem dæmi þróun velferðarherðakambssláa sem fyrir áratug eða svo var lausn sem einungis eitt fyrirtæki bauð upp á en í dag eru allir framleiðendur innréttinga með svona lausn. Á sýningunni í ár mátti sjá nokkur dæmi um svona þróun og þá sérstaklega á sviði kælinga á kúm. Kýr í hárri nyt innbyrða mikið magn af fóðri og þegar örverurnar í vömb þeirra brjóta það niður myndast mikill umfram hiti sem kýrnar þurfa að losa sig við. Ef úti er kalt er þetta ekkert vandamál en ef útihitastigið er komið vel yfir 20 gráðurnar fer kúnum að líða illa og bitnar það þá beint á bæði mjólkurframleiðslunni og frjósemi þeirra. Vegna þessa þurfa bændur í heitari löndum að velja hvort þeir ætli að vera með lágmjólka kýr, sem þá þarf ekki að kæla, eða hámjólka kýr og þá vera með kælingu fyrir kýrnar. Á sýningunni núna voru einmitt ótal fyrirtæki með allskonar lausnir til þess að kæla kýrnar, bæði með viftum og vatnsúðakerfum, en á fyrri EuroTier sýningum hefur svona búnaður vart verið sjáanlegur svo nokkru nemi. Skýringin á þessari breytingu núna er bæði hitnandi veðurfar í Evrópu ásamt hækkandi afurðasemi kúnna sem hefur leitt til snaraukinnar eftirspurnar kúabænda eftir lausnum til þess að gera umhverfi kúnna betra. Ótal fyrirtæki buðu upp á ólíkar leiðir til þess að kæla kýr, bæði viftur, úða- og vökvunarkerfi. Lambafóstrur Undanfarin ár hafa fleiri og fleiri fyrirtæki komið með áhugaverðar Landbúnaðarsýningar: Margar nýjungar á EuroTier 2022 Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Að vanda var hægt að sjá marga fallega kynbótagripi á sýningunni. Hin nýja hönnun auðveldar góðar mjaltir fyrir allar kýr óháð spenastærð. Þjarkinn safnar sjálfkrafa upp hrossaskít í útigerðinu. Búnaður Futuro Farming lætur ekki mikið yfir sér en getur þó vaktað atferli kálfsins með miklu öryggi. (Mynd: Futuro Farming) Ótal fyrirtæki buðu upp á ólíkar leiðir til þess að kæla kýr, bæði viftur, úða- og vökvunarkerfi. OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.