Bændablaðið - 01.12.2022, Side 66

Bændablaðið - 01.12.2022, Side 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 UMHVERFISMÁL – TÍSKA FUGLINN: HAFÖRN Haförn, ótvíræður konungur íslenskra fugla. Stærsti og jafnframt sjaldgæfasti ránfugl landsins með yfir 2 metra vænghaf. Vængirnir eru breiðir, ferhyrndir og eru ystu flugfjaðrirnar vel aðskildar. Þetta gerir þá auðgreinda á flugi, jafnvel úr mikilli fjarlægð þar sem þeir svífa þöndum vængjum í leit að bráð. Ernir verða ekki kynþroska fyrr en 4-5 ára gamlir og parast fyrir lífstíð. Falli annar makinn frá getur það tekið mörg ár að finna annan maka. Varp og ungatími er nokkuð seinlegt ferli hjá erninum. Varpið hefst í apríl og verpa þeir oftast einu eggi en stundum tveimur eða jafnvel þremur. Oft kemst þó ekki nema 1 ungi á legg og hjá sumum fuglum misferst varpið jafnvel alveg. Ungarnir eru 35-40 daga að klekjast úr. Fyrstu 5-6 vikurnar eru ungarnir alveg háðir því að foreldrarnir mati þá. Þeir verða síðan ekki fleygir fyrr en um 10 vikna gamlir. Íslenski haförninn var nánast útdauður um 1960 en þá voru ekki nema 20 pör eftir þrátt fyrir að hafa verið alfriðaður um 1913. Síðan þá hefur stofninn vaxið en vegna þess hversu seint þeir verða kynþroska og fáir ungar komast á legg ár hvert er vöxturinn mjög hægur. Nú í dag er stofninn um 80-90 pör og á fjórða hundrað fuglar en stór hluti þeirra eru ungfuglar. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson Það er nú þannig þegar líður að jólunum að léttur spenningur fer um mannskapinn. Finna þarf út hvað eigi nú að vera í matinn svo henti viðstöddum, gjafaundirbúningur í algleymingi auk stóru spurningarinnar hjá kvenpeningnum, hvort eigi að spandera í jóladress. Sumar taka þann pól í hæðina að eiga kjól sem einungis er brúkaður um jólin. Í slíkum tilvikum eldist flíkin auðvitað misvel, enda á það sem þótti við hæfi árið 1983 ef til vill ekki við fjörutíu árum síðar. Þá sérstaklega ekki ef sá er henni klæðist hefur breyst mikið í vaxtarlagi. En hvað er þá best að hafa í huga ef fólk vill halda að sér höndum í jólakjólatryllingnum og kýs að eiga einungis einn kjól til hátíðarbrigða? A-línulaga kjóllinn Jú – þarna kemur klassíkin inn í. Fyrst skulum við fara yfir það sem kallað er A-línulagað kjólasnið. Þá þannig að breiddin að neðanverðu er heldur meiri en að ofan og fer, ef með sanni skal segja, öllu vaxtarlagi allsæmilega – auk þess sem sniðið eldist allvel. A.m.k. það seinna sem fjallað er um hér síðar í greininni. Sagan á bak við A-línulagaðan kjól kemur frá miðri síðustu öld er meistari Christian Dior hóf markaðssetningu á hinni frjálslegu og nútímalegu kvennatísku – þá meðal annars á nokkrum kjólum með þessu sniði, en það var þó ekki fyrr en 1958 sem Yves Saint Laurent (arftaki Christian Dior) kynnti heila línu sem samanstóð einungis af A-línu- löguðum kjólum. Eins og nafnið gefur til kynna er umræddur kjóll svipaður í laginu og bókstafurinn A. Ekki eru þó allir sammála um hvers konar snið sé um að ræða og koma aðallega tvö til greina. Hið fyrra er þannig að að kjóllinn skuli vera þröngur niður að mjöðmum en víkka svo út – en hið síðara er einungis aðsniðið við axlir og fari svo víkkandi niður. Dæmigerð lengd A-línulaga kjóls er niður á mitt læri, en lengri og styttri lengdir má ætla sér – enda snýst sniðið um formið en ekki lengdina. Svona dýrð má finna í fataskápum sumra, endurnýtta í verslunum nytjavarnings, á vefsíðum, í tískuverslunum eða annars staðar. LBD svokallaður Annað dæmi um klassískan kjól, sá sem er án efa hvað notadrýgstur, er sá litli svarti (the little black dress). Þar mega sniðin vera eftir smekk hvers og eins, en taka skal fram að kjóllinn er vanalegast í styttra lagi. Það er þó ekki nauðsyn, helst þarf að gæta þess að hafa kjólinn sem látlausastan. Bera frekar áberandi skartgripi, skó eða fylgihluti sem gætu þá hentað tísku hvers áratugar fyrir sig. Nema fyrir þá sem hrifnastir eru af einhverjum áratug. Þá bara ... „you do you“. (Sem íslenskast; „gerið eins og yður hugnast best“) – og púffermar, slóðar eða önnur uppátæki geta fengið lausan tauminn. Fyrir þá sem vilja spandera fyrir þessi jól og hafa ef til vill ekki fundið þann eina rétta, má, með þessa umfjöllun í huga, til dæmis leita á netinu. Hægt er að finna vintage Dior eða YSL á ebay, verslanir Karen Millen eða "&other stories" koma sterkar inn er kemur að skemmtilegum kjólum á viðráðanlegu verði og svo eru það auðvitað töfrar sem geta leynst í fataskápum ættingja, vina eða velunnara ... því það er um að gera að skiptast svolítið á og nýta sem best. Taka skal fram að auðvitað má líka missa sig í jólakjólagleðinni og versla sér bleikan pallíettukjól eða ef til vill grænköflótta aðsniðna dragt fyrir þá sem kjósa síður kjólana. Þetta verður hver og einn að velja. Gangi ykkur vel. /SP Örítið yfirlit jólatísku: Hinn eini sanni Fyrstu tveir kjólarnir fást í versluninni "& other stories" og hinir frá Karen Millen. Þessa kjóla má finna á www.ebay.com sem selur allt milli himins og jarðar. Báðir vintage Dior – en klassískir og eldast vel.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.