Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 30

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 30
mér heilmiklum fjárhagsáhyggjum. Hreppurinn á húsið, en til þess að komast inn í það varð ég að greiða sem svaraði nálægt einum þriðja af kostnaðarverði sjálfrar íbúðarinnar og leigi hina tvo þriðju af hreppnum. Þetta hefir tvo stóra kosti í för með sér. I fyrsta lagi losnaði um stóran hluta þess fjár, sem ég átti bundið í einbýlishúsi, og í öðru lagi er ég laus við allar áhyggjur af viðhaldi hússins. Ef eitthvað bilar þarf ekki annað en hringja í áhaldahús hreppsins. Heldurðu að það sé munur að geta setið með góða bók og tebolla meðan hlutimir gerast hvort sem það er nú niðri í kjallara eða uppi á þaki og þurfa ekki einu sinni að hugsa um að borga reikninginn. Við hjónakomin þökkum okkar sæla fyrir að ekki er ennþá kominn virðisaukaskattur á lífshamingju. Ef svo væri er hætt við að fljótt mundi saxast á sjóðinn, sem mynd- aðist þegar við fluttum hingað. Vertu svo ævinlega blessaður. Gunnar Markússon. ■ KOSTNAÐUR A verðlagi m.v. 187,3 kostuðu 8 íbúðir um 57.4 milljónir króna, eða nálægt 7,18 milljónum hver, að meðaltali. Þá er meðtalin full hlutdeild í yfirbyggðum göngu- skála. SAMSTARF Á mótunarstigi: Pálmar Kristmundsson, arkitekt Á útfærslustigi: Bergljót S. Einarsdóttir, arkitekt Við umhverfi: Auður Sveinsd. landslagsarkitekt Tækniráðgjafar: Gunnar Ingi Ragnarsson, Þór og Leifur Benediktssynir og Hermann Jónsson. VISTHÆF BYGGINGAR- LIST ECO LOGICAL ARCHIT ECTURE EUROPEAN CONGRESS 92 UNION INTERNATIONALE DES ARCHITECTES Dagana 18-22 ágúst verður haldin ráðstefna um visthæfa bygingarlist (Ecological Architecture) í Stokkhólmi og Helsingfors sem skipulögð er af sænska og finnska arkitektafélaginu SAR og SAFA á vegum UIA (Union Intemationale des Architectes). Þessi ráðstefna er þó ekki einungis opin arkitektum heldur geta allir sótt hana sem hafa áhuga á vistfræði. Visthæf byggingarlist fjallar um það hvemig nota má orku og byggingarefni á hagkvæman hátt og móta byggingar og umhverfi þannig að það hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu manna. Allar umhverfismótandi stéttir þurfa að hafa haldgóða þekkingu á þessu sviði. Markmiðið með ráðstefnunni er gefa þeim sem hafa áhuga á visthæfri umhverfismótun kost á að skiptast á skoðunum og læra hver af öðm.m Á ráðstefnunni halda 25 fagmenn frá 12 löndum erindi um þessi mál, en einnig gefst þátttakendum kostur á að ferðast um Svíþjóð, Finnland, Eistland og Rússland í tengslum við ráðstefnuna. Þeim sem vilja fá frekari upplýsingar um ráðstefnuna er bent á að hafa samband við Arkitektúr og skipulag eða S AR í síma 08-679 7230 eða fax 08-61149 30. 28

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.