Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 54

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 54
nokkuð fyrir ofan miðju. Burðar- grind er úr stáli 140x80x6,3 mm og fyllt vatni sem ýmist nýtist til hitunar eða kælingar. Stálgrindin er því um leið risastór ofn. Sami háttur er hafður á með veggi milli geymanna, þeir ásamt hvelfingunni eru einu ofnar hússins. Þýska fyrirtækið Gartner sem sá um smíði og uppsetningu á stáh virkjunum hefur fundið upp og þróað þessa útfærslu, en það reyndist einnig útsjónarsamt við lausn ýmissa vandamála sem upp komu. I upphafi var álitið erfitt að halda hitastigi undir glerhattinum innan þolanlegra marka. Það hefur þó tekist bærilega með samspili margra þátta. Val á gleri sem dregur verulega úr hitageislun án þess að hindra útsýni var mikilvægur þáttur en valið var gler frá Flachglas sem hefur þá eiginleika að hleypa í gegn 36% af birtunni en aðeins 22% af hitaorkunni. Að sjálfsögðu er viðamikið loftræstikerfi í bygging- unni. Loftræstisamstæður eru í kjallara, en yfirþrýstingi er haldið í húsinu, sem stjórnað er m.a. af ventlum í toppi hvelfingarinnar. Flvolfþakið er hægt að hreinsa og þjónusta frá stiga sem leikur á tveimur láréttum brautum. Fluga þurfti að ýmsu til að tryggj a að útsýni nyti sín, einkum eftir að skyggja tekur. Afþessum sökum eru þeir fletir sem speglast í glerinu þegar horft er út dökkir að lit og lýsing á efstu hæð dreifðogdempuð. Undirstálburðar- grindinni eru jafnbreiðir álstokkar fyrir raflagnir og á hverjum sam- skeytum lágspennupera. Undir- strikar þetta form hvelfingarinnar og gefur ímynd stjörnuhimins. Y msar ráðstafanir voru gerðar til að tryggja góðan hljómburð í húsinu. Má þar nefna að neðstu þrjár raðir álplatna á jarðhæð eru sígataðar misstórum götum, einnig eru gataðar plötur innan á opum efri hæða og teppi er á gólfi og köntum efstu hæðar. Sérstakt úðunarkerfi tryggir vöxt og viðgang suðrænna trjáa en mikilvægt er að halda góðu rakastigi í húsinu. Gerir þar einnig sitt gagn gosbrunnur í kjallara. Ymislegt varðandi lýsingu í húsinu og utan þess var sérhannað, m.a. útiljós og lýsing í handriðum útsýnishæðar. Hér hefur ekki verið farið út í vangaveltur um form hússins en það hefur ýmsar augljósar tilvísanir. Meginhugmyndin var að skapa nokkurs konar heim í hnotskurn, táknrænan fyrir mikilvægi jarð- hitans. ■ 52

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.