Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 54

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 54
nokkuð fyrir ofan miðju. Burðar- grind er úr stáli 140x80x6,3 mm og fyllt vatni sem ýmist nýtist til hitunar eða kælingar. Stálgrindin er því um leið risastór ofn. Sami háttur er hafður á með veggi milli geymanna, þeir ásamt hvelfingunni eru einu ofnar hússins. Þýska fyrirtækið Gartner sem sá um smíði og uppsetningu á stáh virkjunum hefur fundið upp og þróað þessa útfærslu, en það reyndist einnig útsjónarsamt við lausn ýmissa vandamála sem upp komu. I upphafi var álitið erfitt að halda hitastigi undir glerhattinum innan þolanlegra marka. Það hefur þó tekist bærilega með samspili margra þátta. Val á gleri sem dregur verulega úr hitageislun án þess að hindra útsýni var mikilvægur þáttur en valið var gler frá Flachglas sem hefur þá eiginleika að hleypa í gegn 36% af birtunni en aðeins 22% af hitaorkunni. Að sjálfsögðu er viðamikið loftræstikerfi í bygging- unni. Loftræstisamstæður eru í kjallara, en yfirþrýstingi er haldið í húsinu, sem stjórnað er m.a. af ventlum í toppi hvelfingarinnar. Flvolfþakið er hægt að hreinsa og þjónusta frá stiga sem leikur á tveimur láréttum brautum. Fluga þurfti að ýmsu til að tryggj a að útsýni nyti sín, einkum eftir að skyggja tekur. Afþessum sökum eru þeir fletir sem speglast í glerinu þegar horft er út dökkir að lit og lýsing á efstu hæð dreifðogdempuð. Undirstálburðar- grindinni eru jafnbreiðir álstokkar fyrir raflagnir og á hverjum sam- skeytum lágspennupera. Undir- strikar þetta form hvelfingarinnar og gefur ímynd stjörnuhimins. Y msar ráðstafanir voru gerðar til að tryggja góðan hljómburð í húsinu. Má þar nefna að neðstu þrjár raðir álplatna á jarðhæð eru sígataðar misstórum götum, einnig eru gataðar plötur innan á opum efri hæða og teppi er á gólfi og köntum efstu hæðar. Sérstakt úðunarkerfi tryggir vöxt og viðgang suðrænna trjáa en mikilvægt er að halda góðu rakastigi í húsinu. Gerir þar einnig sitt gagn gosbrunnur í kjallara. Ymislegt varðandi lýsingu í húsinu og utan þess var sérhannað, m.a. útiljós og lýsing í handriðum útsýnishæðar. Hér hefur ekki verið farið út í vangaveltur um form hússins en það hefur ýmsar augljósar tilvísanir. Meginhugmyndin var að skapa nokkurs konar heim í hnotskurn, táknrænan fyrir mikilvægi jarð- hitans. ■ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.