Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 63
EKKI FLEIRI
STOFNBRAUTIR
á höfuðborgar-
svæöinu!
NÍELS BJARKIFINSEN
landfræðinemi
Íverkefni sem ég vann
nýverið við verkfræðideild
Háskóla Islands var leitað
leiða til að draga það mikið
úr umferðarþunga á ofangreindu
svæði að ekki þurfi næstu árin að
leggja nýj ar stofnbrautir eða breikka
þær sem fyrir eru.
N iðurstaðan var sú að til væru ýmsar
leiðir til þess að hrinda slíkri stefnu
í framkvæmd ef vilji væri fyrir
hendi. Settar voru fram tillögur í
þessa veru í 7 flokkum í verkefninu.
Fjallar hver flokkur um afmarkað
svið og fara tillögurnar hér á eftir.
A-BYGGÐASTEFNA
Með breyttum eða auknum
aðgerðum á sviði byggðastefnu má
draga úr fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa
á höfuðborgarsvæðinu. Þegar
athugaðir hafa verið þeir þættir er,
verka sem aðdráttarafl til höfuð-
borgarsvæðisins og sem fráhrind-
andi þættir að því er varðar lands-
byggðina, mætti reyna að draga úr
þeim með stjórnvaldsaðgerðum.
Með markvissri byggðastefnu þar
sem aukin atvinnutækifæri og bætt
þjónusta fara saman væri hægt að
draga úr því að fólk á landsbyggðinni
flytti til höfuðborgarsvæðisins.
Þetta er í flestum tilfellum alls ekki
það sem hugur fólks stendur
raunverulega til, heldur neyðar-
úrræði vegna þess ástands sem víða
hefur skapast á landsbyggðinni.
Líklega vilja flestir búa áfram á
sínum stað, en félagslegar kröfur og
fleiri þættir spila inn í heildarsýn
fólksins og af því leiðir oft til flótta
til höfuðborgarsvæðisins.
B-SVÆÐISSKIPULAG
Með aukinni samvinnu sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu er
hægt að minnka stórlega umferð á
stofnbrautum. I staðinn fyrir að
hvert sveitarfélag reyni að draga til
sín sem flest fyrirtæki á sama svæðið
mætti reyna að dreifa þeim betur
um allt höfuðborgarsvæðið og
tengj a fyrirtækin nokkrum kj ömum
í öllum sveitarfélögunum. Koma
þyrfti upp nýjum stórkjarna, t.d. frá
Mjódd til Fífuhvamms. Þaðmyndi
draga úr allri þeirri umferð sem núna
er til og frá miðbæ Reykjavíkur.
Ekki verður séð að viðunandi lausn
fáist nema með stóraukinni
samvinnu eða jafnvel sameiningu
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu (að hluta a.m.k.). Með
áframhaldandi sérhagsmunastefnu
sveitarfélagana stefnir í meiri vanda
sem mun erfiðara verður að fást við
í framtíðinni.
C- AÐALSKIPULAG
Hvert sveitarfélag fyrir sig getur gert
mikið til að draga úr umferð eftir
stofnbrautunum. Meðþvíaðtengja
frekar byggðakjarna og tækifæri til
atvinnu mætti draga verulega úr
þeytingi milli borgar/bæjarhluta.
Skipulag á verslun og annarri
þjónustu þarf einnig að vera gott.
Skólar, dagheimili, bankar,
stórmarkaðir, hverfaverslanir o.fl.
mega ekki vera í of mikilli fjarlægð
frá íbúðarhverfum og vinnustað.
Með markvissri uppbyggingu á
nýjum hverfum og nýju skipulagi í
þeim eldri mætti draga mikið úr
umferðinni á stofnbrautunum.
D- EINKABÍLAR
Með auknum áróðri er hægt að
koma þeirri mynd inn í huga fólks
að það eigi helst ekki að nota bíla.
U mhverfisþátturinn hlýtur hér eftir
sem hingað til að skipta afar miklu
máli í daglegu lífi manna. Það á
hinn efnahagslegi líka að gera.
Draga má úr bílaeign landsmanna
m.a. með því að gera bíla dýrari.
Það er hægt, t.d. með því að gera
strangari kröfur um útbúnað til
mengunarvarna. Skattaleið er líka
sívinsæl aðferð í öllum aðhalds-
aðgerðum. Umræðan hefur víða
úti í hinum stóra heimi snúist um
mengunarskatt, þ.e. að þeir sem