Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 64

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 64
menga eiga að borga skatt sem nota á til að reyna að bæta skaðann. Þetta gæti verið ein leið til að draga úrnotkunbílanna. Þessimengunar- skattur hefur að vísu ekki að mínu viti verið lagður á bíleigendur, heldur er hann lagður á verksmiðj ur og atvinnustarfsemi sem ekki hefur haft viðunandi mengunarvarnir. E- ALMENNINGSFARARTÆKI Með tíðari ferðum slíkra sam- göngutækja, meiri hraða og öðrum aðgerðum er hægt að sýna fólki fram á það að það kemst fyrr frá A til B með því að nota farartæki fyrir almenning. Aukinn sparnaður almennings, minni áhætta, betri nýting á dýrmætum tíma o.m.fl. ætti að sýna fólki fram á að strætisvagnar og önnur slík samgöngutæki hafa marga kosti fram yfir einkabílinn. Sér-akremar, bílastæði við stórar biðstöðvar, betri aðstaða farþega á biðstöðvum, öll þjónusta þar o.fl. ætti einnig að laða fólk að og draga úr umferðinni á stofnbrautunum. Aukinn áróður fyrir umhverfinu skiptir hér einnig mjög miklu máli. Allir þessir þættir spinnast saman við Ddið hér að ofan og mætti jafnvel skella þeim saman, þar sem sömu rök eiga við í báðum þessum liðum. F - AÐRIR FERÐAMÖGULEIKAR Með aukinni samvinnu fólks sem vinnur á svipuðum slóðum mætti fækka bílum mikið í umferðinni. I stað þess að hver sé einn í bíl sínum, gætu menn deilt með sér sama bíl. Fólk, sem á heima á svipuðum slóðum og vinnur í afmörkuðu hverfi á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma, ætti auðveldlega að geta sameinast um bíl til og ff á vinnustað. Slík samvinna ætti að tíðkast í miklu ríkari mæli en nú er gert. Með bættu hjólreiða- og göngu- stígakerfi væri kominn góður kostur á öðrum ferðamáta. Margir gætu gengið í vinnuna, skokkað, hjólað eða jafnvel ekið litlum rafmagns- bílum eftir þessum stígum. Önnur lausn gæti verið sú að hafa ferju í siglingum milli ákveðinna staða þar sem það á við. Tíðni ferða, staðsetning bryggja og sú tenging sem yrði fyrir hendi á viðkomustöðvum ferjanna myndi skipta miklu máli. Ég geri ráð fyrir að þyrluflutningar milli bæjarhluta væru fjárhagslega óhagkvæmir, en það má nefna þennan kost eins og fleiri. G - SAMSKIPTI OG FJARSKIPTI Helsta breytingin sem ég sé í þessu samhengi er í tengslum við aukna tölvueign landsmanna. Meðbættu símakerfi er hægt í mörgum tilfellum að stunda vinnu sína á eigin heimili. Menn gætu hringt inn í fyrirtækið að morgni með tölvumótaldi og unnið á tölvuna á heimili sínu. Svona fjarvinnsla er að komast á í æ ríkari mæli. Ljósleiðarar og gervihnettir geta orðið enn virkari en nú er og hjálpað okkur að „minnka heiminn“. Fjarkennsla með sjónvarpi, útvarpi eða tölvum getur líka dregið úr umferðar- þörfinni. N iðurstöður þessa verkefnis eru þær að ótrúlega margir möguleikar eru fyrir hendi til að draga úr um- ferðarþunga á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Allir þessir þættir (A - G) eru samofnir á ýmsa lund. Yfirvöld ríkis og sveitarfélaga geta með ýmsum aðgerðum minnkað beint eða óbeint það álag á umferðarkerfinu sem nú þegar er orðið vandamál. Afþessumásjáað ekki þarf endilega að leggj a nýj ar og dýrar stofnbrautir til að leysa þann vanda sem til staðar er núna og á eftir að versna ef ekkert verður að gert. ■ 62

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.