Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 92

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 92
Bensínnotkun i litrum á ibúa á ári íbúar á hektara Mynd 8. Bensínnotkun og þéttleiki byggðar. Reykjavík í samanburði við nokkrar heimsborgir. Mynd 9. Nýtísku sporvagn í Grenoble í Frakklandi. tíminnframaðnæstu endurskoðun aðalskipulagsins, þ.e.s. til 1994, væri notaður til að kanna hvort til greina kæmi, tæknilega og kostnaðarlega, að setja upp sporvagnakerfi eða svipað samgöngukerfi í Reykjavík í framtíðinni og taka þá frá land fyrir sporleiðir. Þegar hefur verið leitað til erlendra sérfræðinga til að gera frumkönnun á þessu máli. Flemming Larsen hjá verkfræðistofunni Anders Nyvig A/S flutti erindi um sporvagna og skylda samgöngukosti á ráðstefnu um vegasamgöngur á höfuðborgar- svæðinu sem haldin var að til- stuðlan SSH í janúar sl. I erindi Flemmings kom m.a. fram að miðað við íbúafjölda, þéttleika byggðar og fleiri þætti er á mörkum að sporvagnakerfi borgi sig hér. Alla vega þurfa hefðbundin lestakerfi (urbanrailway) og sj álfvirkt eintein- ungakerfi (automatedguideway) að jafnaði eina milljón íbúa til að bera sig kostnaðarlega. Áfram verður unnið að því að skoða fleiri kosti í almenningssamgöngum. FRAMTÍÐARSÝN I aðalskipulaginu er verið að móta aðaldrættina í framtíð höfuðborg- arinnar næstu árin, og er tillaga um nýtt hafnarsvæði í Eiðsvík í því sambandi mjög þýðingarmikil. Höfnin í Eiðsvík gæti hugsanlega orðið umskipunarhöfn fyrir vöru- flutninga yfir Atlantshafið. Eins er mikilvægt að eiga góða hafnar- aðstöðu, ef verður af vatnsút- flutningi í stórum stíl frá nýjum vatnslindum í Vatnsendakrika í Heiðmörk. Þá má geta þess, að Sundabraut, sem er vegtenging yfir Kleppsvík út í Geldinganes yfir Leiruvog, Álfsnes og Kollafjörð og allt upp á Kjalames, verður í framtíðinni ný aðkomuleið að höfuðborgarsvæðinu frá Vestur- og Norðurlandi. Þessi nýja stofn- braut og framhald hennar til suðurs, þ.e. Sæbraut og Reykjanesbraut, munu í framtíðinni móta nýjan norðursuður vaxtarás á höfuð- borgarsvæðinu. Þannig mætti nefna mörg dæmi um mikilvæga þætti, sem eru í fyrsta skipti teknir fyrir í Aðalskipulagi Reykjavíkur. LOKAORÐ Með útgáfu á A.R. 1990-2010 teljum við, sem unnum að aðal- skipulaginu, að þau markmið, sem sett voru í A.R. 1984-2004 um einfalda og skýra framsetningu aðalskipulags, hafi náðst. Það er einnig mikilvægt, að kjörnir borgarfulltrúar fái strax eftir hverj ar kosningar tækifæri til að endur- skoða Aðalskipulagið til þess að setja fram ný stefnumið og áherslur um framtíð höfuðborgarinnar. Þetta aðalskipulag, A.R. 1990- 2010, verður endurskoðað eftir borgarstjórnarkosningar 1994, þ.e. eftir tvö ár. Á seinustu mánuðum hafa komið fram atriði, sem e.t.v. munu breyta A.R. 1990- 2010 og 90

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.