Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Qupperneq 10
arinn Sveinsson, Eiðum, fulltrúi Austfirðingafjórðungs; Hermann Stef-
ánsson, Akureyri, fulltrúi Norðlendingafjórðungs; Óðinn Geirdal,
Akranesi, fulltrúi Vestfirðingafjórðungs; Gísli Halldórsson, Reykjavík,
fulltrúi Reykjavíkur; I'orvaldur Ásgeirsson, frá Golfsambandi íslands;
Einar Kristjánsson, Akureyri, frá Skíðasambandi Islands; Bragi Krist-
jánsson, Reykjavík; Lárus Halldórsson, Mosfellssveit; Brynjólfur Ing-
ólfsson, Reykjavík, frá Frjálsíþróttasambandi íslands. Þessir þrír hafa
átt sæti í sambandsráði hver eftir öðrum sem formenn FRI. Sigurjón
Jónsson, Reykjavík, frá Knattspyrnusambandi íslands, en eftir ársþing
þess Björgvin Schram, Reykjavík; Erlingur Pálsson, Reykjavík, frá
Sundsambandi íslands.
Hafa þessir menn mætt á fundum sambandsráðs, svo og varamenn,
þegar aðalmenn hefur vantað, þeir: Gísli Sigurðsson, Hafnarfirði, fyr-
ir Sunnlendingafjórðung; Björn Pétursson, Reykjavík, fyrir Golfsam-
band íslands; Jón Magnússon, Reykjavík, fyrir Knattspyrnusam-
band íslands; Guðmundur Sigurjónsson fyrir Frjálsiþróttasamband ís-
lands; Gísli B. Kristjánsson, Reykjavík, fyrir Skíðasamband íslands.
Auk þess hefur Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, mætt á
öllum fundum sambandsráðs.
Fjórir fundir voru haldnir í sambandsráði á starfstímanum. Á þess-
um fundum voru fluttar skýrslur um störf framkvæmdastjórnar ÍSÍ og
sérsambandanna og ákvarðanir teknar um málefni íþróttahreyfingar-
innar.
Skriistofa ÍSÍ
Skrifstofa sambandsins var sem áður í Amtmannsstíg 1 og opin kl.
10—5 daglega.
Unnið var að því að lagfæra hana, svo sem húsrúm leyfði, svo að
þar gæti oröið sú íþróttamiðstöð, sem lengi hefur verið stefnt að að
koma þar upp. Því miður strandaði þetta mál á féleysi, svo og van-
efndum þcirra aðila, sem lofað liöfðu að sjá um og kosta nauðsynleg-
ar framkvæmdir.
Ilúsnæðið er því orðið allt ol' lftið, þótt núverandi skrifstofa sé sér-
staklega vel staðsett.
Var því sett á laggirnar sérstök liúsnefnd ÍSÍ, skipuð þeiin Stefáni
Runólfssyni, Gísla Ólafssyni og Lúðvík Þorgeirssyni. Hefur nú verið
efnt til sérstaks happdrættis f ágóðaskyni fyrir húsbyggingarsjóð ÍSÍ.
S