Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Síða 13
Hannes Sigurðsson, ritari.
Benedikt G. Waage, er verið hafði í stjórn blaðsins frá því íþrótta-
blaðið h.f. var stofnað, 1942, baðst eindregið undan endurkosningu, og
voru honum þökkuð góð störf.
Á fundum blaðstjórnar, 10. nóv. 1951 og 6. jan. 1955, var ákveðið, að
blaðið kæmi út 4 sinnum á árinu 1955, og samþykkt að ráða Thorolf
Smith blaðamann ritstjóra íþróttablaðsins. Eru nú komin út 2 tölu-
blöð undir ritstjórn hans. Afgreiðslu blaðsins annast skrifstofa ÍSÍ.
Um framhald á útgáfu íþróttablaðsins er allt í óvissu, fjárhagslegir
örðugleikar mjög miklir, m. a. vegna þess, að á blaðinu hvílir mikill
skuklabaggi. Hins vegar gefa þær undirtektir, sein blaðið hefur feng-
ið, síðan það hóf göngu sína að nýju, tilefni til bjartsýni. Því hafa
bætzt 258 nýir áskrifendur, og eru þá áskrifendur blaðsins 897 talsins.
Viðskiptin við útlönd
Meiri viðskipti liafa átt sér stað við útlönd á sviði íþróttanna en
nokkru sinni fyrr. Fjöldi íslenzkra íþróttamanna hefur farið utan, og
hópar erlendra íþróttamanna hafa komið til landsins.
Hér verður eingöngu getið um utanfarir íslenzkra íþróttamanna og
heimsóknir erlendra íþróttamanna, er snerta þær greinar, sem ÍSÍ er
sérsamband fyrir, þar sem sérsamböndin hafa í skýrslum sínum getið
nákvæmlega urn utanfarir og heimsóknir á þeirra vegum.
í nóvember 1953 voru þeir Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, Guðjón
Einarsson, varaforseti ÍSÍ, og Hermann Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, viðstaddir 50 ára afmæli Sænska ríkisíþróttasambandsins,
sem hátíðlegt var haldið í Stokkhólmi.
í janúar 1954 kom norskur hnefaleikamaður hingað til lands á veg-
um Glímufélagsins Ármanns og keppti hér á hnefaleikamóti.
22. maí 1954 kom hingað sænskur handknattleiksflokkur úr Idrotts-
föreningen Kamraterna frá Kristianstad í Svíþjóð.
Elokkur þessi kom á vegum Handknattleiksráðs Reykjavíkur og ÍSÍ.
Svíarnir léku tvo leiki á íþróttavellinum, báða við úrval Reykjavík-
urfélaganna, og unnu Svíarnir.
Þá kepptu þeir í íþróttahúsinu á Hálogalandi, einnig tvo leiki,
annan við Glímufélagið Ármanu, hinu við Knattspyrnufélagið Val, og
uiinu Svíarnir þá leiki einnig.
í júní 1954 kom hingað úrvalsflokkur finnskra fimleikamanna á
II