Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Blaðsíða 14
vegum Glímufélagsins Ármanns. Sýndu þeir 6 sinnum, þar af tvær
sýningar, sem var ókeypis aðgangur að, á Laugarvatni og í íþróttahús-
inu á Hálogalandi fyrir reykvísk börn.
í júlí 1954 fór úrvalsflokkur fimleikamanna úr Knattspyrnufélagi
Reykjavíkur undir stjórn Benedikts Jakobssonar til Halden í Noregi
og sýndi þar við góðan orðstír á Norrænu fimleikamóti 3.-7. júlí.
Ben. G. Waage var boðið að vera viðstaddur þing Norska fimleika-
sambandsins, sem haldið var um það leyti i Halden í Noregi.
2. febrúar 1955 kom til Reykjavíkur flokkur íþróttamanna frá Mary-
land-háskóla í Bandaríkjunum og sýndu fimleika í íþróttahúsinu á
Hálogalandi.
Ákveðið hafði verið, að Glimufélagið Ármann sendi fimleikaflokk
kvenna undir stjórn Guðrúnar Nielsen á norrænt fimleikamót í Gauta-
borg 16,—24. apríl 1955, en vegna verkfallsins, er þá stóð yfir, gat ekki
orðið úr þessari ferð.
Hins vegar er nú ákveðið, að sami flokkur taki þátt í alþjóðafim-
leikamóti, sem haldið verður í Hollandi í júlí 1955.
18. júní 1955 fór 10 manna glímuflokkur úr Ungmennafélagi
Reykjavikur, undir stjórn Lárusar Salómonssonar, í glímusýningar-
fcrð um Norðurlöndin.
Ráðstefnur Ríkisíþróttasambanda Norðurlanda
17. ráðstefna Ríkisíþróttasambanda Norðurlanda var haldin í
Reykjavík, í félagsheimili KR, dagana 23. og 24. júlí 1953. Var þetta
i fyrsta sinn, sem ráðstefna þessi er haldin hér á landi, en er annars
haldin í höfuðborgum Norðurlandanna til skiptis.
Fulltrúar á ráðstefnunni voru:
Leo Frederiksen,
Andé Filtenborg,
Axel H. Pedersen,
Axel Lundqvist.
J. W. Rangell,
Aao Tynell,
Kallio Kotkas,
Birger Lönnberg.
Frá Danmörku:
Frá Finnlandi:
12