Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 16
Stofnun norræns íþróttaháskóla.
Hnefaleikarnir sem íþrótt á stefnuskrá íþróttasambanda og árásirn
ar á þá íþrótt.
Hvað leggja xþróttamenn og forusta íþróttamálanna fram til íþrótt-
anna?
í tveim þessara mála höfðu fulltrúar ÍSÍ framsögu og tóku þar að
axxki þátt í umræðum utn flest hinna málanna.
Akveðið var, að' næsta ráðstefna skuli haldin í Helsingfors í Finn-
landi 1956 eða 1957.
I sambandi við stofnun norræns íþróttaháskóla var haldinn undir-
búningsfundur af hálfu hinna norrænu íþróttasambanda í Kaup-
mannahöfn 6. júní 1955, og mætti þar fyrir hönd ÍSÍ Benedikt Jakobs-
son íþróttakennari, sem ISÍ hefur kjörið fulltrúa sinn í undirbúnings-
nefndina, og sem varamenn: Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og
Jón Eiríksson íþróttakennari.
Kærumál og úrskurðir
í samræmi við samþykkt sambandsráðs 27. okt. 1952 og eftir athug-
un á skýrslu farar- og flokksstjóra Ólympíufaranna 1952 kærði fram-
kvæmdastjórn ÍSI þrjá iþróttamenix fyrir agabrot og fleira í förinni á
Ólympíuleikana og hóf mál gegn þeim fyrir Héraðsdómstóli íþrótta-
bandalags Reykjavíkur.
Eftir mikinn og langan málarekstur kvað Héraðsdómstóllinn upp
úrskurð sinn, þriðjud. 30. marz 1954, og voru niðurstöður hans þessar:
.... Kærði Örn Clausen hefur geizt brotlegur við 2. gr. 5. tl. dóms-
og refsiákvæða ÍSÍ, sbr. 1. kafla, 2. og 3. gr. í reglum um skyldur og
framkomxx íþróttaflokka á vegum FRÍ. Við mat á refsingu kærða Arn-
ar Clausen verður að taka tillit til þess, að kærði Örn Clausen hefur
þegar sætt 3 mánaða þátttökubanni í íþróttum, sem var ranglega lagt
á hann af framkvæmdaaðila, sem ekki hafði dómsvald til að ákveða
slíka refsingu. Þykir því ekki ástxeða til að gera kærða Erni Clausen
frekari refsingu.
Kærði Ingi Þorsteinsson hefur gerzt biotlegur við 2. gr. 5. tl. dóms-
og refsiákvæða ÍSÍ, sbr. 1. kafla, 2. gr. í reglum um skyldur og fram-
komu íþróttaflokka á vegum FRÍ. Við mat á refsingu kærða Inga
verður að taka tillit til þess, að kærði Ingi Þorsteinsson hefur þegax
14