Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Qupperneq 18
2. íþróttabandalag Reykjavíkur spurðist £yrir um, hvort félagsskap-
ur eins og íþróttadeild stúkunnar „Sóleyjar" gæti gerzt aðili að
íþróttasambandi íslands.
Framkvæmdastjórnin samþykkti að svara á þann veg, að hún teldi
ekkert því til fyrirstöðu að taka inn í ÍSÍ sjálfstæðar íþróttadeildir,
sem væru í tengslum við önnur félagssamtök utan ÍSÍ, séu lög þeirra
í samræmi við lög ÍSÍ.
3. íþróttabandalag Reykjavíkur spurðist fyrir um, hvort félög, er
eingöngu hafa á stefnuskrá sinni þjóðdansa, bæði innlenda og erlenda,
gætu gerzt aðilar að íþróttasambandi íslands.
Framkvæmdastjórnin aflaði sér upplýsinga frá íþróttasamböndun-
um á Norðurlöndum um, hversu þessum málum væri hagað þar, og
fékk þau svör, að ekkert þeirri leyfði inngöngu eða hefði innan sinna
vébanda félög, sem eingöngu hefðu þjóðdansa á stefnuskrá sinni.
Að þessum upplýsingum fengnum og eftir athugun á málinu sam-
þykkti framkvæmdastjórnin, að félög, sem aðeins hefðu á stefnuskrá
sinni þjóðdansa, gætu ekki gerzt aðilar að íþróttasambandi íslands.
4. Greiðsla Knattspyrnusambands íslands til Bergs Bergssonar vegna
þátttöku hans í landsleik í knattspyrnu við Dani og Norðmenn á
sumrinu 1953.
Kvað framkvæmdastjórnin upp þann úrskurð 12. marz 1954, að slík
greiðsla væri óheimil, sbr. 4. gr. áhugamannareglna ÍSÍ, og vitti þvi
stjórn Knattspyrnusambands íslands og Berg Bergsson.
5. íþróttafélag Reykjavfkur óskaði úrskurðar framkvæmdastjórnar
ÍSÍ um það, hvort þátttaka Kristjáns Jóhannssonar í víðavangshlaupi
sumardaginn fyrsta 1954 samrýmdist lögum og reglum ÍSÍ, þar sem
hann væri fastráðinn kennari Ungmennasambands Eyjafjarðar i frjáls-
um íþróttum fyrir 30.000,00 kr. árslaun.
Eftir að hafa fengið upplýsingar frá UMSE og athugun á málinu
kvað framkvæmdastjórn ÍSÍ upp þann úrskurð 31. apríl 1954, að þátt-
taka Kristjáns Jóhannssonar i víðavangshlaupi íþróttafélags Reykja-
víkur á sumardaginn fyrsta 1954 bryti eigi í bága við áhugamanna-
reglur ÍSÍ.
6. Haraldur Guðmundsson, Hólmgarði 34, Reykjavík, skrifaði fram-
kvæindastjórn ÍSÍ bréf 31. marz 1954 og óskaði athugunar á þvi, hvort
10