Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 20
inu, talcli framkvæmdastjórnin, að það væri eigi hennar verkefni að
aðhafast frekar í máli þessu.
8. Knattspyrnuráð Reykjavíkur óskaði álits ÍSÍ, með bréfi 26. okt.
1954, um tilkynningarskyld brot leikmanna. Bréf um þetta efni barst
framkvæmdastjórn ÍSÍ einnig frá Knattspyrnusambandi íslands 4.
nóv. 1954.
I því sambandi kvað framkvæmdastjórnin upp eftirfarandi úrskurð
á fundi sínum 15. nóv. 1954:
Samkvæmt 5. gr. í knattspyrnulögunum ber dómara að tilkynna
viss brot leikmanna, sem eiga sér stað. Á þann veg verða til m. a. hin
tilkynningarskyldu brot leikmanna, og verður eigi hjá því komizt að
skoða slík tilkynningarskyld brot sem kærur.
Samkvæmt dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ eiga dómstólar íþróttahreyf-
ingarinnar að fjalla um öll kærumál, en eigi stjórnir félaga eða fé-
lagasamtaka, með þeirri undantekningu þó (sbr. 20. gr. laga ÍSÍ), að
framkvæmdastjórn ÍSÍ fjallar um kærumál og úrskurðar varðandi brot
á áhugamannareglum ÍSÍ og þátttöku- og keppendareglum.
Samkvæmt framanskráðu lítur framkvæmdastjórn ISÍ svo á, að öll
kærumál (nema þau er snerta framangreinda undantekningu) eigi að
afhendast hlutaðeigandi íþróttadómstól til meðferðar og að tilkynn-
ingarskyld brot leikmanna séu kærur.
íþróttadómstóll ÍSÍ
Á íþróttaþingi 1953 voru eftirtaldir menn kjörnir í íþróttadómstól
ÍSÍ:
Magnús Torfason, Baldur Steingrímsson, Brynjólfur Ingólfsson,
Frímann Helgason, Gunnlaugur J. Briem, Þorgeir Sveinbjarnarson,
Þórður Guðmundsson, Jón Kaldal, Stefán Runólfsson.
Formaður var kjörinn Magnús Torfason, varaform. Þórður Guð-
mundsson og ritari Baldur Steingrímsson.
10. marz 1954 lét Magnús Torfason af formennsku, þar sem hann
fór utan til lengri dvalar, og tók þá varaformaðurinn við, Þórður Guð-
mundsson. 16. okt. 1954 sagði Baldur Steingrímsson sig úr dóminum.
íþróttadómstóllinn hélt 8 fundi og tók til meðferðar tvö mál:
1. Kæra Umf. Reykjavíkur gegn dómnefnd Skjaldarglímu Ármanns.
Var máli þessu áfrýjað til dómstólsins af dómnefnd Skjaldarglímu Ár-
18
i