Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Síða 22
Staðfestar reglugerðir
Framkvæmdastjórnin hefur staðfest þessar reglugerðir:
Um handknattleiksbikar Islands í meistarakeppni kvenna úti, 14.
sept. 1953.
íþróttabandalags Akraness um slysasjóð ÍBA.
Um Forsetabikarinn.
Um bikar fyrir bæjakeppni Hafnarfjarðar og Reykjavíkur í hand-
knattleik.
F orsetabikarinn
Forsetabikarinn var gefinn ÍSÍ af núverandi forseta íslands, sem,
eins og kunnugt er, er einnig verndari íþróttasambandsins. Áður fvrr
var hér keppt um „konungsbikarinn", sem Kristján konungur tíundi
gaf ISI 1936, en framkvæmdastjórn tók úr umferð eftir 17. júní 1953.
Um Forsetabikarinn skal jafnan keppa árlega á 17. júní-mótum, og
hlýtur sá Itikarinn það ár, sem beztu afreki nær, — til sæmda og
minja. Á 17. júní-móti 1954 sigraði Hörður Haraldsson (Á.). Hann
hljóp 100 m á réttum 11 sek., en það afrek er 890 stig, samkvæmt stiga-
töflunni.
Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, verndari ÍSÍ, afhenti Forseta-
bikarinn Herði Haraldssyni (Ármanni) við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum, hinn 21. janúar s.l.
Viðstaddir voru, auk forsetahjónanna, ýmsir íþróttafrömuðir.
Viðurkenndir dómarar
Framkvæmdastjórnin' hefur staðfest- réttindi þessara dómara:
Héraðsdómarar í glímu:
Hjörtur Elíasson, Reykjavík.
Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík.
Ingimar Sigtryggsson, Reykjavík,
Sæmundur Sigurtryggvason, Reýkjavík.
Einar St. Einarsson, Reykjavík.