Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 24
Hóf nefndin þegar viðræður við framkvæmdastjóra Bókaútgáfu
Menningarsjóðs um útgáfu íþróttarita — leikreglna — og svo árbókar
íþróttamanna.
Eftir að samningar höfðu tekizt og framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkt
samninginn, tók nefndin formlega til starfa 25. jan. 1951 ....
Askrifendur hafa reynzt mjög óáreiðanlegir eða óstöðugir og mikið
borið á því, að ritið hafi verið endursent. Hefur nefndin því oft orð-
ið að skrifa viðkomandi aðilum til þess að varna því, að Menningar-
sjóður yrði fyrir miklum útsendingarkostnaði. Þetta tókst þó eigi, og
urðu þessi vanskil þess valdandi, að starfsmenn forlagsins þreyttust
mjög á viðskiptunum, og fór svo, að þetta varð tneginorsök þess, að
framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs sagði upp samningi 1.
des. 1952, en þó tókust samningar aftur vegna árbókar 1953, en þegar
sýnt var að salan gekk illa og fór vart batnandi, var samningi sagt upp
að fullu og tókust engir samningar þrátt fyrir ítrekaðar umræður.
Var þá tekið að ræða við önnur forlög og þrátt fyrir að ágóði af
auglýsingum væri boðinn sem meðgjöf, fékkst ekkert forlag til þess að
gefa ritið út.
Meginhluta af efni er þegar safnað í árbók 1954.
Verkaskipting hefur verið sú, að Þorsteinn Einarsson hefur verið
formaður, Kjartan Bergmann ritari og Jens Guðbjörnsson gjaldkeri.
Við útgáfustarfið hefur Kjartan Bergmann annazt ritstjórn og safnað
auglýsingum.
Samstarf hefur innan nefndarinnar verið náið og með ágætum.
Samskipti við framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa einnig verið góð. Þess er
einnig rétt að geta, að sérsamböndin ásamt framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa
annazt að láta semja handrit um hinar ýmsu íþróttagreinar og hafa
flestir höfundar unnið endurgjaldslaust að samningu handrita. Nefnd-
in varð að taka þá stefnu að skammta hverri íþróttagrein rúm í ritinu.
Á því þriggja ára tímabili, sem núverandi Bókaútgáfunefnd hefur
starfað, hefur hún annazt útgáfu þeirra rita, sem nú greinir:
Glímulög ásamt reglum um dómarapróf ...................... 20 bls.
Handknattleiksreglur ÍSÍ og reglur ÍSÍ um handknattleiksmót 20 —
Körfuknattleiksreglur ÍSÍ fyrir konur..................... 16 —
— — — karla .......................... 21 —
Leikreglur um golf (lítið brot)........................... 106 —