Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 25
Knattspyrnulög KSÍ ..................................... 53 bls.
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót............................ 8 —
Stigareikningur KSÍ um knattspyrnumót ..................... 2 —
Ahugamannareglur KSÍ....................................... 1 —
- ÍSÍ ................................... 2 -
Reglur SSÍ um sundknattleik (tjölritaðar)................. 25 —
Árbók íþróttamanna 1951 ................................. 344 —
- 1952 ................................ 244 -
- - 1953 ................................ 264 -
Alls 1126 bls.
Öll ritin eru í Crown-broti, nema leikreglur um golf. Mikils tóm-
lætis hefur gætt um sölu ritanna, og þó oft sé mikið talað um nauðsyn
á útgáfu leikreglna, þá er eins og enginn þurfi þeirra með, þegar við-
komandi reglur eru útkomnar. Þegar samvinna tókst við Bókaútgáfu
Menningarsjóðs tók forlagið einnig að sér sölu eldri íþróttarita ÍSÍ.
Þess skal getið, að það fé, sem ÍSÍ bar vegna sölu eldri rita, gekk til
greiðslu upp í þær kr. 6000,00, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs taldi
Bókaútgáfu ÍSÍ vera í við sig vegna setningar Alþýðuprentsmiðjunn-
ar á árbók 1949 og fyrr um getur. Hefur verið rætt um þær sættir,
vegna þessarar skuldar, að ef Alþýðuprentsmiðjan gæfi eftir kr. 2000,
00, muni Menningarsjóður greiða önnur 2 þús., en eigi hefur enn orð-
ið úr þessum skuldaskilum. Bókaútgáfunefnd ÍSÍ telur sig hafa orðið
fyrir vanefndum af Alþýðuprentsmiðjunni, þar sem ákveðið var, að
hún gengi frá spöltum þeim af árbók 1919, sem fullsett var, og þrykkti
þá af í 100 eintökum. Afþrykkingin fót fram, en svo klaufalega, að
eigi var gengið frá leiðréttingum, svo að óleiðréttir spaltar voru af-
þrykktir og svo leiðréttingar þrykktar af sér. Afþrykkingin var þar með
eyðilögð. Verkið var eigi hægt að vinna upp aftur, því að blýið hafði
verið brætt upp.
Nefndin lióf þegar í byrjun vetrar 1953 að undirbúa handrit að ár-
iJók 1954, og svo er komið, að handrit að öllum köflum liggja fyrir og
eru öll í höndum nefndarinnar.
Nefndin tók þá ákvörðun að minnka blaðsíðutölu ritsins um i/3, og
hafa kaflarnir verið samdir í samræmi við þá ákvörðun.
Nefndin hefur ástæðu til að ætla, að fá megi prentsmiðju til þess að
23