Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Síða 28
vík, Frímann Helgason, Reykjavík, Baldur Kristjónsson, Reykjavík.
Guðrún Nielsen sagði sig úr ráðinu, og 11. jan. 1954 kom í hennar
stað Þorgerður Gísladóttir, Hafnarfirði.
Um starfsemi ráðsins segir svo í skýrslu frá því tii ÍSÍ:
„Starfsemi ráðsins hefur legið í því einu að halda uppi bréfasam-
bandi við Norðurlöndin......
Hin ýmsu unglingaráð á Norðurlöndunum hafa með sér mjög nána
samvinnu á mörgum sviðum íþróttamála. Rætt er um að koma upp
kvikmyndasafni, varðandi fræðslu og námsfyrirkomulag unglinga á
Norðurlöndum. ísland hefur ekki tekið þátt í þessu starfi, nema lítil-
lega bréflega. Þetta þarf að breytast. Við þurfum að tileinka okkur
þær aðferðir, sent bezt reynast á Norðurlöndunum, lijá bræðraþjóðum
okkar, við hið íþróttalega uppeldi æskunnar, og það gerum við bezt
með gagnkvæmum kynnum.
Það skal að lokum tekið fram, eins og áður hefur verið gert, að
unglingaráð ÍSÍ verður ekki nema nafnið eitt, þar til íþróttalögtinum
hefur verið breytt."
Framanritað er úr skýrslu ttnglingaráðs, en í bréfi til framkvæmda-
stjórnarinnar hafði ráðið sagt, að það teldi engan grundvöll fyrir
starfi sínu, fyrr en 16. gr. íþróttalaganna yrði afnumin eða breytt
verulega.
íþróttamerkjanefnd
18. sept. 1953 var samþykkt, í samræmi við samþykkt íþróttaþings
1953, að skipa 5 manna nefnd til að útbúa íþróttamerki og semja
reglugerð um það, og voru skipaðir í nefndina:
Jens Guðbjörnsson, formaður.
Br'agi Kristjánsson.
Gísli Halldórsson.
Hannes Sigurðsson.
Hermann Guðmundsson.
íþróttamerkjanefndin hefur haldið marga fundi og rætt um reglur
þær, sem gilda um iþróttamerki á Norðurlöndum, enn fremur fengið
upplýsingar um reglur og ákvæði, sem gilda um þýzku íþróttamerkin.
Nefndin hefur fengið Brynjólf Ingólfsson fulltrúa til þess að þýða
og samræma reglur Norðurlandaþjóða staðháttuin og þörfum hér á
26