Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 41
lega Ebba Lárusdóttir. Þeir Ólafur Guðmundsson og Ágúst Bjartmarz
sýndu einnig góðan leik.
Að lokinni keppni bauð TBR keppendum til kaffidrykkju að Tjarnar-
café, og afhenti forseti ÍSÍ þar sigurvegurunum verðlaun.
Húsmál
Þrengslin í íþróttahúsum Reykjavíkur valda badmintonleikendum mikl-
um erfiðleikum. Badmintonmót Reykjavíkur 1953 fórst t. d. fyrir vegna
þess, að ekki var hægt að fá inni fyrir það í íþróttahúsinu að Hálogalandi.
Enda þótt skólastjórar barnaskólanna og fleiri skóla í Reykjavík hafi
sýut badmintonleikendum mikla velvild og leyft töluverð afnot íþróttasala,
et og verður badmintoníþróttin stöðugt á hrakhólum hér i höfuðstaðnum,
þar til badmintonhús Reykjavíkur rís.
TBR, sem hefur haft forgöngu um badminton i Reykjavík frá stofn-
un sinni, 4. des. 1938, og fram á þennan dag, hefur fullan hug á, að þessi
draumur allra badmintonleikara í Reykjavík rætist, og það sem allra fyrst.
TBR hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir badmintonhúsið á íþróttasvæðinu
í Laugardalnum. í íþróttahúsi KR mun verða hægt að leika badminton á
4 völlurn samtímis; er það mikið gleðiefni öllum badmintonunnendum.
•Sennilega munu öll meiri háttar badmintonmót í náinni framtíð fara fram
' KR-húsinu. Þar verður einnig vafalaust hægt að fá eitthvað af æfingar-
túnum, þótt hins vegar sé jafnöruggt, að KR-ingar hugsi sér hús sitt fyrst
°S fremst fyrir aðrar íþróttagreinar.
Það er þess vegna, þrátt fyrir þessa miklu húsnæðisaukningu, jafnknýj-
andi nauðsyn fyrir Reykjavík, að upp rísi badmintonhús sem allra fyrst,
þar sem verði 6—8 badmintonvellir og ekki stundaðar aðrar íþróttir. Þá
fyrst verða viðunandi skilyrði til æfinga,og mun þá ekki standa á þátttöku
°g framförum í þessari íþróttagrein.
39