Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Síða 44
blöð, tímarit og fræðandi bækur um fþróttamál. Var lesstofan allvel sótt.
Heiðursmerki: Stjórnin veitti eftirtöldum mönnum heiðursmerki FRÍ á
starfsárinu:
Gull: Bragi Kristjánsson, Reykjavík.
Silfur: Bogi Þorsteinsson, Keflavík, Guðmundur Sigurjónsson, Rcykjavík.
Ármann Dalmannsson, Akureyri, Gísli Sigurðsson, Hafnarfirði, Jón >í.
Guðmundsson, Reykjum.
Meistaramótin: Meistaramót karla innanhúss var falið FIRR og haldið
í félagsheimili KR 21. og 22. marz. Meistaramót íslands var falið íþrótta-
bandalagi Akureyrar. Fór það fram 14. og 15. ágúst.
Unglingameistaramót íslands (áður Drengjameistaramót íslands), fyrir
19—20 ára drengi, var haldið í Reykjavík 18.—19. júlí.
Meistaramót drengja (17—18 ára) var haldið að Selfossi 29.—30. ágúst.
Keppni Reykvikinga og utanbœjarmanna: Efnt var til stigakeppni í
fijálsum íþróttum milli frjálsíþróttamanna búsettra í Reykjavík annars
vegar og hins vegar milli þeirra, sem búsettir voru utan Reykjavíkur. Var
mótið nrjög skemmtilegt, og er æskilegt, að slík keppni fari frarn árlega.
í þetta skipti sigtuðu Reykvíkingar naumlega.
íslandsmet staðfest ó starfsórinu 1952—53
Utanhússmet karla:
1) Stangarstökk 4,35 m. l'orfi Bryngeirsson, KR, Gávle 2/8 1952
2) 100 m. lilaup
(tnetjöfnun) 10,5 sek. Ásmundur Bjarnason, KR, Rvk 17/6 1952
3) 5000 m. hlaup
15:20,0 mín. Kristján Jóhannsson, ÍR. Rvk 8/7 1952
4) 3000 nt. hindrunarhl.
10:06,2 mín. Ka istján Jóhannsson, ÍR, Rvk 25/8 1952
5) Sleggjukast 48,02 m. Þórður B. Sigurðsson, KR. Rvk 28/7 1953
6) 10000 m. hlaup
31:45,8 mín. Kristján Jóhannsson, ÍR. Rvk 25/8 1953
7) Sleggjukast 48,26 m. Þórður B. Sigurðsson, KR, Rvk 19/9 1953
8) 4x400 m. boðhlaup
3:23,0 mín. Sveit Ármanns (Hörður H., Hreiðar, Þórir,
Guðm. Lár.), Rvk 22/9 1953.