Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Qupperneq 45
Innanhússmet karla:
1) Kúluvarp 13,98 m. Bragi Friðriksson, KR, Rvk 22/3 1953
2) Kúluvarp 14,55 m. Guðmundur Hermannsson, ÍR, Rvk 2/5 1953
3) Langstökk með atr.
6,48 m. Torfi Bryngeirsson, KR, Rvk 2/5 1953
4) Kúluvarp 15,23 m. Gunnar Huseby, KR, Rvk 16/5 1953
5) Kúluvarp b.h.26,41 m. Gunnar Huseby, KR, Rvk 16/5 1953
Kvennamet:
1) 80 m. hlaup
(metjöfnun) 10,3 sek. Margrét Hallgrímsdóttir, UMFR, Eiðum 5/7 ’52
2) 200 m. hlaup
(metjöfnun) 27,9 sek. Margrét Hallgrlmsdóttir, UMFR, Rvk 27/8 1952
3) 80 ni. grindahlaup
14,4 sek. Margrét Hallgrímsdóttir, UMFR, Rvk 31/8 1952
4) Kúluvarp 10,42 m. Gerða Halldórsdóttir, Umf. Austri, UÍA, Eiðum
19/7 1953
Samskipti við útlönd
Samkvæmt ályktun ársþings 1952 gerði stjórnin lítið að því að beina
störfum sínum út fyrir landið.
Þó má geta þess, að formaður F’RÍ ræddi við fulltrúa Dana á norræna
þinginu x Osló um möguleika á heimboði af þeirra hálfu, en fékk daufar
nridirtektir, þar sem Danir töldu sig ekki geta endurgoldið boð okkar frá
1950. Einnig var gerð tilraun til að fá hingað finnska íþróttamenn og
Zapotek-hjónin, en hvorugt tókst, enda dofnaði áhugi stjórnarinnar, er
hún sá, hve illa frjálsíþróttamót voru sótt í Reykjavík, jafnvel þótt þar
kcPPti heimsmethafi í sleggjukasti.
Nokkur boð bárust sambandinu um að senda út íþróttaflokka, svo sem
1 tilefni af 700 ára afmæli Stokkhólms. En öllum fylgdi sá hængur, að
kosta varð keppendurna að mestu eða öllu leyti, og voru þau því afþökkuð
eða vísað til annarra aðila, svo sem boði frá Alþjóðaíþróttasambandi stúd-
enta til Iþróttafélags stúdenta og á Tyrvingleikana til sambandsaðila. Bréf
°g fyrirspurnir bárust frá nefnd þeirri, er sjá á um Evrópumeistaramótið
* frjálsum íþróttum 1954. Svaraði stjórnin þeim og tilkynnti væntanlega
þátttöku íslands.
43