Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 50
Knattspymufélag Rcykjnvíkur hélt tvö innanhússmót, sem vert er að
minnast á, annað 2. maí, en hitt 16. maí.
Á fynu mútinu var keppt í kúluvarpi, og urðn úrslit þessi: 1. Gunnar
Huseby, KR, 15,26 m.; 2. Gitðmundur Hermannsson, KR, 14,55 m.; 3.
Friðrik Guðmundsson, KR, 13,31 m.; 4. Þorsteinn Löve, Umf. Kefl., 13,10
m. Afrek tveggja fyrstu manna voru betri en hið staðfesta innanhússmet í
kúluvarpi. Varpað var löglegri kúlu í gryfju í gólfinu. — Þá setti Torfi
Bryngeirsson innanhússmet í langstökki, stökk 6,48 m. Gamla metið var
sett af Jóhanni Bernhard 8. iriarz 1939, í Ishúsinu við Tjörnina, með mjög
stuttri atrennu. Var það 6,07 m.
A síðara mótinu var keppt í kuluvarpi, og urðu úrslit sem hér segir: 1.
Gunnar Huseby 15,23 m.; 2. Guðmundur Hermannsson 14,41 m.; 3. Frið-
rik Guðmundsson 13,46 m.; 4. Sigurður Júlíusson, FH, 13,09 m.
Huseby tryggði sér hér með metið, en afrek hans frá því 2. maí fékkst
ekki viðurkennt. Hann hnekkti einnig beggja handa metinu, sem Sigurður
Finnsson, KR, átti og sett var 19. marz 1940, í íshúsinu við Tjörnina, þar
sem Tjarnarbíó nú er. Met Sigurðar var 22,59 m. (13,10 -J- 9,49), en afrek
Gunnars 26,41 m. (15,23 -j- 11,18). Guðmundur varpaði 24,62 m. (14,41 -)-
10,21), Friðrik 24,11 m. (13,46 + 10,65) og Sigurður 22,31 m. (13,09 + 9,22).
Fimmti keppandinn, Þórður B. Sigurðsson, náði 21,33 m. (11,93 + 9,40).
VíSavangshlaup
Víðavangshlaup ÍR, hið 38. í röðinni, fór fram að vanda hinn fyrsta
sumardag. Hlaupleiðin var svipuð og undanfarin ár, um 3,2 km. Hlaupinn
var fyrst einn hringur á íþróttavellinum, síðan út af vellinum suður til
Einarsstaða, um Fornhaga, Ægissíðu og Dunhaga, norður Þormóðsstaðaveg
niður í mýrina og norður mýrina inn í Hljómskálagarð og endað við
Hljómskálann. Sextán keppendur luku hlaupinu, og urðu úrslit þau, að
Kristján Jóhannsson, ÍR, bar sigur úr býtum í annað skiptið. Lauk hann
hlaupinu á 10:45,0 mín.; 2. varð Bergur Hallgrímsson, UÍA, 11:05,6 mín.;
3. Níels Sigurjónsson, UÍA, 11:07,0 mín.; 4. Sigurður Guðnason, ÍR.
ÍR bar sigur úr býtum í þriggja manna sveitakeppni, hlaut 11 stig, en
Umf. Keflav. hlaut 12. Keflvxkingar urðu aftur á móti hlutskarpari í fimm
manna sveitakeppni, hlutu 25 stig, en ÍR-ingar 30. Önnur félög áttu ekki
heilar sveitir.
Drengjahlaup Ármanns fór fram sunnudaginn fyrstan í sumri, 26. apríl.
Keppendur voru óvenjufáir. Aðeins eitt félag, Ármann, sendi heila sveit til
48