Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Síða 51
leiks, og aðeins 10 piltar af 14, sem lögðu a£ stað, luku hlaupinu. Úrslit
urðu þau, að fyrstur að marki varð Svavar Markússon, KR, í 3. skiptið.
Rann Svavar skeiðið á 6:35.8 mín.; næstur varð Hreiðar Jónsson, Á, 6:40,2
mín.; 3. Þórir Þorsteinsson, Á, 7:26,8 mín.; 4. Helgi Jónsson, UMSK. Ár-
mann var eina félagið, sem scndi fulla sveit til keppni, og hreppti því báða
bikarana, sem keppt er um, í þriggja og fimm manna sveitum.
Drengjamót í Reykjavík
Drengjamót í frjálsum íþróttum var haldið á íþróttavellinum í Reykja-
yík 20. maí. Helztu úrslit voru þessi:
60 m. hlaup: 1. Sigurður Ámundason, Á, 7,4 sek.; 2. Þorvaldur Búason,
Á, 7,4 sek.; 3. Dagbjartur Stígsson, Kefl., 7,7 sek. — 600 m. hlaup: 1. Sigurð-
ur Ámundason, Á, 1:39,6 mín.; 2. Dagbjartur Stígsson, ICefl., 1:41,6 mín.;
3- Orn Jóhannsson, ÍR, 1:42,0 mín. — Kringlukast: 1. Unnar Jónsson, Umf.
Breiðablik, 38,64 m.; 2. Kristmann Eiðsson, ÍR,36,32 m.; 3. Ólafur Jónsson,
Kefl., 30,40 m. — Langstökk: 1. Unnar Jónsson, Brbl., 5,31 m.; 2. Sigurður
Guðmundsson, Á, 5,31 m.; 3. Guðmundur Pétursson, Á, 4,95 m. — Hástökk:
1. Þorvaldur Búason, Á, 1,60 m.; 2. Gunnar Sigurðsson, ÍR, 1,55 m.; 3.
Sigurður Ámundason, Á, 1,55 m. — Iiúluvarp: 1. Ólafur Jónsson, Kefl.,
13,38 m.; 2. Unnar Jónsson, Brbl., 12,99 m., 3. Kristmann Eiðsson, ÍR,
12,64 m.
Afmælismót Erlendar Ó. Péturssonar
Mót þetta var í fyrsta sinn haldið á fimmtugsafmæli formanns KR, Er-
lendar Ó. Péturssonar, árið 1943 og hefur síðan verið fastur liður á móta-
skránni hvert ár. Að þessu sinni var minnzt sextugsafmælis Erlendar, og
lögðust hinir fjölmörgu vinir Erlendar á eitt til að gera þessi tímamót í
*vi hans eftirminnilcg. Veður var leiðinlegt, vindur og rigning öðru
hverju, og voru áhorfendur því færri en ella, þótt ekki skorti stórmenni,
því að forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson. sótti mótið og ennfremur tveir ráð-
herrar og borgarstjóri Reykjavlkur.
Bragi Kristjánsson, formaður ERÍ, setti mótið með nokkrum orðum og
avarpaði Erlend Pétursson sérstaklega, þakkaði hið mikla starf hans í þágu
'þróttanna og færði honum blómvönd frá FRÍ.
KR hafði boðið Evrópumeistaranum í stangarstökki, Ragnari Lundberg,
Svíþjóð, til keppni á mótinu. Lundberg hefur um margra ára skeið verið
ÁRBÓK ÍÞRÓTTAMANNA 49 4