Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 66
Heildaistigatala Svía er margfölduð með 1,5, stigatala Dana með 3, Finna
með 5 og stigatala íslendinga með 10. Alls tóku 1371 þátt í keppninni, 683
Svíar, 337 Norðmenn, 172 Finnar, 133 Danir og 36 íslendingar.
Úrslit urðu þau, að Svíar fengu 646.904 stig, Finnar 619.330 stig, íslcnd-
ingar 388.380 stig, Danir 298.485 og Norðmenn 233.188 stig. Kcppnisgrein-
ar voru 6: hástökk, langstökk, ktiluvarp, 100 m. hlaup, 4y 100 m. boðhlaup
og ferþraut.
Sjómannastofur í hafnarborgum Norðurlanda sáu um keppnina.
Af einstökum íslenzkum farmönnuin vat'ð Rögnvaldur Cunnlaugsson
sigursælastur, hann varð hlutskarpastur meðal íslendinga í langstökki og
100 m. hlaupi, 2. í kúluvarpi og 1. í ferþraut. Hlaut hann að launum bikar,
sem Magnús Baldvinsson úrsmíðameistari gaf „bezta alhliða íþróttamann-
inum meðal íslenzkra farmanna". Rögnvaldur keppti í fjölþrautum, lang-
stökki og kringlukasti fyrir KR árið 1942 og varsíðarþekkturglxmumaður.
í norrænu keppninni voru íslendingar meðal verðlaunamanna í 4 grein-
um af 6. Rögnvaldur varð 2. í langstökki, sveit Gullfoss 2. í boðhlaupi, Pór
Elísson, Gullfossi, 2. í kúluvarpi (varpaði 12,09 m.) og Rögnvaldur 3. x fer-
þraut. ,
Af íslendingunum 36, sem kepptu þessu sinni, voru 23 af Gullfossi, 6 af
Reykjafossi, 4 af Goðafossi, 2 af Tröllafossi og 1 af Dettifossi.
Er þessi nýjung mjög athyglisverð og væntanlega taka fleiri íslenzkir
farmenn þátt í næstu keppni.
Frjálsíþróttamót utan Reykjavíkur
1. SunnlendingafjórSungur
HVÍTASUNNUMÓT í KEFLAVÍK: Á annan hvítasunnudag, 25. maf,
fór fram frjálsíþróttakeppni i Keflavík. Var keppt í sex íþróttagreinum.
Meðal keppenda voru nokkrir beztu kastarar KR. Garðar Arason, Kefl.,
vann 100 m.hlaupið á 11,7 sek.og langstökk á 6,65 m.Einar Gunnarsson bar
sigur úr býtum í 1000 m. hlaupi á 2:47,3 mín., en Þórhallur Guðjónsson,
Kefl., varð næstur á 2:49,4 mín. í köstum urðtx úrslit þessi: Kiiluvarp: 1.
Gunnar Huseby, KR, 15,15 m.; 2. Guðmundur Hermannsson, KR, 14,29
m.; 3. Skúli Thorarensen, Kefl., 13,77 m. — Kringlukast: 1. Gunnar Huse-
by, KR, 45,81 m.; 2. Þorsteinn Löve, Kefl., 45,08 m.; 3. Friðrik Guðmunds-
64
j