Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 74
legan verðlaunagrip, haglega gerðan kassa, en í kassanum er bók, og í hana
eru skráð úrslit allra þessara móta, allt frá upphafi, 1918. Er þar að finna
mjög glöggar heimildir um sögu keppninnar. Það félag, sem vinnur hverju
sinni, geymir kassann til næsta móts og svo koll af kolli.
Að þessu sinni var mótið haldið á íþróttavelli, sem enn er þó ekki full-
gerður, hjá Félagsgarði í Kjós, á landi Umf. Drengs, 30. ágúst. Þátttaka var
fremur lítil og áhorfendur ekki margir. Væri full ástæða fyrir Mosfells-
sveitar- og Kjósarmenn að sýna þessu móti meiri sóma.
Afturelding vann mótið, hlaut 45. stig, Drengur 23 og Umf. Kjalarness,
sem keppt hefur með í mótinu síðustu árin, fékk 2 stig.
Úrslit í einstökum greinum urðu þessi:
100 m. hlaup: 1. Hörður Ingólfsson, A,'12,0 sek.; 2. Tómas Lárusson, A,
12,3 sek. — 1000 m. hlaup: 1. Helgi Jónsson, D, 10:46,8 mín.; 2. Guðmund-
ur Magnússon, A, 11:27,8 mín. — Hástökk: 1. Ásbjörn Sigurjónsson, A,
1,67 m.; 2. Tómas Lárusson, A, 1,67 m.; 3. Steinar Ólafsson, D, 1.67 m. —
Langstökk: 1. Hörður Ingólfsson, A, 6,23 m.; 2. Tómas Lárusson, A, 6,00 m.
— Kringlukast: 1. Steinar Ólafsson, D, 31,31 m.; 2. Tómas Lárusson, A,
33,04 m. — Kúluvarp: 1. Árni R. Hálfdanarson, A, 12,70 m.; 2. Ólafur Ing-
varsson, D, 12,06 m.; 3. Ásbjörn Sigurjónsson, A, 12,00 m. — Spjótkast: 1.
Árni R. Hálfdanarson, A, 47,07 m.; 2. Ólafur Ingvarsson, D, 44,11 m.
FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ÁRNESSÝSLU var háð að Selfossi 6. septem-
ber. Veður var mjög óhagstætt, hvassviðri og rigning, og sóttu því fáir
mótið. Keppendur voru milli 20 og 30 frá sex ungulehnafélögum. Umf.
Selfoss sá um mótið. Úrslit urðu þessi:
100 m. hlaup: 1. Einar Frímannsson, Self., 11,6 sek.; 2. Magnús Sveinsson,
Self., 11,7 sek.; 3. Rósant Hjörleifsson, Ölf., 12,2 sek. — 400 m. hlaup: 1.
Rósant Hjörleifsson,Ölf.,57,6 sek.; 2. Eiríkur Steindórsson, IIr.,59,2 sek.;3.
Magnús Sveinsson, Self., 60,8 sek. — 1500, m. hlaúp: 1. Hafsteinn Sveins-
son, Self., 4:42,2 min.; 2. Eiríkur Steindórsson, Hr., 4:43,2 mín.; 3. Sig-
mundur Ámundason, Vaka, 5:02,1 mín. — 5000 m. hlaup: 1. Hafsteinn
Sveinsson, Self.; 2. Sverrir Steindórsson, Self.; 3. Sigmundur Ámundason,
Vaka. — Kúluvarp: 1. Sigfús Sigurðsson, Self., 12,79 m.; 2. Emil Gunnlaugs-
son, Hr„ 12,10 m.; 3. Sigurður Gunnlaugsson, Hr., 11,91 m. — Kringlukast:
1. Ingólfur Bárðarson, Self., 36,88 m.; 2. Sveinn Sveinsson, Self., 36,81 m.;
3. Sigfús Sigurðsson, Self., 35,78 m. — Langstökk: 1. Einar Frímannsson,
Self., 6,39 m.; 2. Magnús Sveinsson, Self., 6,17 m.; 3. Sveinn Sveinsson, Self.,
5,95 m. — Hástökk: 1. Ingólfur Bárðarson, Self., 1,70 m.; 2. Jóhannes Sig-
72