Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Qupperneq 138
í skýrslu til HRR um mótið segir: „íslendingarnir virtust vera betri
heldur en Bandaríkjamennirnir, en óheppni var tnikil með okkur. Banda-
rxkjamennirnir voru búnir að fara nokkru áður í mikla keppnisför og
vinna á mörgum stöðum eða komust í úrslit."
Mótið fór vel fram.
Hnefaleikameistaramót Islands 1953
Hnefaleikameistaramót íslands 1953 var haldið í húsi ÍBR að Háloga-
landi miðvikudaginn 6. maí.
Mótstjórnina skipuðu þeir Bragi Kristjánsson, formaður, Birgir Þor-
valdsson, Þorsteinn Gislason og Þorkell Magnússon. Hringdómari: Peter
Wigelund. Utanhringsdómarar: Haraldur Gunnlaugsson, Pétur Thomsen
og Stefán Jónsson. Tímaverðirr Lúðvík Einarsson og Halldór Björnsson.
Kynnir: Biigir Þorvaldsson. Aðstoðarmenn i hring: Fyrir Ármann: Guð-
múndur Arason og Jóel B. Jakobsson. Fyrir KR: Ingólfur Ólafsson og Torfi
Ólafsson. Læknir: Jón Eiríksson. Ritari: Benedikt Antonsson. Myndatöku-
menn: Ragnar Vignir og Sigui'ður G. Norðdahl.
Keppendur og úrslit:
Banlamvigt: Garðar Steinarsson, KR, 1. verðl.; Halldór Friðriksson, KR,
2. verðl.
Léttvigt: Sigurður Þorvaldsson, KR, 1. verðl.; Birgir Sigurgeirsson, KR,
2. verðl.
Veltivigt: Sigurður H. Jóhannsson, Á, 1. verðl.; Bragi Stefánsson, Á, 2.
verðl.
Millivigt: Björn Eyþórsson, Á, 1. verðl.; Páll Valdimarsson, KR, 2. verðl-
Léttþungavigt: Þorkell Magnússon, Á, 1. verðl.; Friðrik Clausen, KR.
2. verðl.
Þungavigt: Bjarne Lingás, Noregsmeistari, 1. verðl.; Jens Þórðarson, Á,
2. verðl.
Eins og leikskráin ber með sér, keppir Noregsmeistarinn Bjarne Ling^s
seui gestur á xnótinu. Kom hann í boði KR og Ármanns ásamt fararstjóran-
um Haakon Winthe, sem er mjög þekkturfyrirstörf sín f þágu hnefaleika
fþróttarinnar. Vafasamt er, hvort nokkur hnefaleikamaður, sem hingað
hefur komið, annar en Bjarne Lingás, hafi leikið jafnsnilldarlega og uxn
leið opnað augu margra steinrunnustu mótmælenda þessarar iþróttar fyrir
þvf, hve mikla leikni, kunnáttu og æfingu þarf til þess að ná góðum ár-
angri í íþróttagrein þessari.