Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 139
Til gamans ley£i ég mér að birta hér nokkrar línur úr ritdómunr um
mótið: Dagblaðið Vísir: „Bjarne Lingás cr vafalítið snjallasti hnefaleikari,
sem hér hefur sézt. Hann er eldfljótur og sýndi svo mikla kunnáttu og
•eikni, að þetta var líkast kennslustund í hnefaleikum." í Morgunblaðinu
er skrifað sama dag: „Bjarne Lingás sýndi frábæran leik. Tækni hans, jafnt
í sókn sem vörn, var meiri en hér hefur sézt....Má víst telja, að áhrifa
frá komu hans hingað og keppni eigi eftir að gæta f hnefaleikaíþróttinni
hér. Jens Þórðarson stóð sig með mestu prýði." Af frásögn þessara tveggja
*<laða er greinilegt, að leikur norska meistaransvakti verðskuldaða athygli.
Lingás hafði,þegar hann kom hingað,kepptí71andsleikjum og alltaf unn-
*ð. Hann hafði sigrað sænska þungavigtarmeistarann, Ingimar Johanson,
scm í úrslitakeppni á Ólympíuleikjunum 1952 var dærndur úr leik og þar
’neð af silfurverðlaununum. Á Evrópunreistaramótinu í hnefaleik 1951 í
ðlílanó varhann í öðru sæti ofan frá. Alls hafði Lingás keppt um 60 kapp-
tóki. Hann vó 81 kg.
Leikurinn í léttmillivigt féll niður vegna veikindaforfalla keppandans
Lrich Hiibners, KR, en á móti honum var skráður Jón Norðfjörð, KR.
Mótið fór vel frarn og sýndu keppendurnir drenglyndi í leikjum sínum.
Sýningarferð Hnefaleikadeildar Ármanns
Hnefaleikadeild Ármanns fór sýningarferð 29. ágúst 1953 að Goðalandi
* Lljótshlíð. Hnefaleikasýningin tókst prýðilega. Dansað var á eftir. Fjöl-
"'enni var á skemmtuninni, og skemmti fólk sér mjög vel.
Hnefaleikaráð Reykjavíkur skipa nú: Birgir Þorvaldsson formaður, Þor-
kHl Magnússon ritari og Sigurður Magnússon gjaldkeri.