Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 143
leiknum, frekar tók að halla á það er hér var komið og leikurinn færðist
meir og meir yfir á vallarhelming þess. Þó varð það fyrr til að skora, og
var það sjálfsmark, sem Kolar skoraði, er Reynir komst alveg inn undir
markteig Austurríkismanna, og voru þá 35 mín. liðnar af leiknum. Sókn
Austurríkismanna jókst.og þegar 2 mín. voru til hlés, komst Halla inn fyr-
>r og skoraði með föstu skoti.
Lyktaði því fyrri hálfleiknum með 3—2 fyrir íslenzka liðið. Strax eftir
hléið tóku Austurríkismenn leikinn í sínar hendur og var síðari hálfleik-
urinn að mestu sýningarleikur af þeirra hálfu. Stóðu varnarleikmenn ís-
lenzka liðsins sig af mestu prýði, en þegar um 10 mín. vorú af hálfleiknum
var knettinum spyrnt út fyrir girðinguna. Tafðist leikurinn nokkuð, og
Löstuðu þá varamenn Austurríkismanna inn á nýjum og þurrum knetti.
Knettinum var varpað inn, og Schindlauer skaut ekki mjög fast, og ætlaði
Helgi að gripa knöttinn. Hann hafði ekki áttað sig á að skipt hafði verið
um knött, sá gamli var stamur og þungur, en sá nýi léttur og glerháll, er
hann blotnaði. Rann knötturinn gegnum greipar Helga og í netið.
Höfðu Austurríkismenn þar með jafnað og virtist ekki geta farið hjá því,
þeir skoruðu fleiri mörk, eftir gangi leiksins. Þó tókst þeim ekki að
skora nema 1 mark, sem skorað var eftir 25 mín. leik af Grohs, sem slapp
undan gæzlu Sveins. lijargaði vörnin iðulega naumlega á marklínu, og var
eins og einhver hulinn verndarmáttur hvíldi yfir henni, og eftir gangi leiks-
*ns, sérstaklega þó síðari hálfleiks, gefa úrslitin ekki rétta hugmynd af
tóknum.
í byrjun síðari hálfleiks skiptu Austurrikismenn um 2 leikmenn, kom
Colp (Dornbirn) inn fyrir Haider, og Fendler (Villacher SV) í stað Sene-
Lovitsch.
L°ndsleikur VIII: Kaupmannahöfn 9. dgúst.
Danmörk 4 — Island 0
Laugardaginn 8. ágúst tók íslenzka landsliðið sér far með Gullfaxa til
Kaupmannahafnar til þess að heyja landsleiki í Danmörku og Noregi, og
Var það í fyrsta sinn, sem íslenzka liðið leikur fleiri en einn landsleik í
s°mu förinni. Fararstjórar voru Sigurjón Jónsson, form. KSÍ, Hans Kragh,
frá landsliðsnefnd, Guðmundur Sveinbjörnsson, stjórnarmaður í KSÍ, og
hfaraldur Gíslason, KRR.
Leikurinn við Dani fór fram á Idrætsparken í Kaupmannahöfn að við-
stöddum 20.000 áhorfendum, og var hann háður á heitasta tíma sunnu-
'lagsins 9. ágúst, eða milli kl. 12 og 14, og var hititin um 25 gráður. Fyrir
141