Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 145
inn og kom Bjarni Guðnason inn á í stað hans, og nokkrum mínútum síðar
hvarf Gunnar Gunnarsson út af, og tók Gunnar Guðmannsson stöðu hans.
í Idrætsbladet skrifar V. Laursen:
„Gestir vorir sýndu knattspyrnu, sem var langt fyrir ofan það, sem við
höfum áður séð þá leika, og staðfestir það, sem sagt hefur verið um miklar
framfarir þeirra í íþróttinni. í fyrri hálfleik léku þeir miklu betur en
danska liðið og það vakti undrun vora hve gott yfirlit þeir höfðu og einnig
hinar hröðu stöðuskiptingar í framlínunni, sem hvað eftir annað settu
hönsku vörnina í vanda. Þó virtist af leik þeirra, sem þeir væru of stífir i
hreyfingum, en að þeir gætu hver fyrir sig hugsað sér framvindu leiksins,
°g við glöddumst yfir hinni miklu nákvæmni, sem þeir sýndu. Með fljótum
°g traustum varnarleikmönnum, leiknum framvörðum og innherjum með
skipulagsgáfu tókst þeim að hafa yfirtökin í hálfleiknum, og það voru
ekki svo fá afbragðsupphlaup, sem þeim tókst að byggja upp. Orsökin fyrir
því, að þeim tókst ekki að skora eitt einasta mark, var að þegar inn á víta-
tfciginn kom skutu þeir aldrei á réttu augnabliki, eða nákvæmnin í skotun-
um brást, jafnvel vítaspyrna geigaði. Hver fyrir sig og liðið í heild sýndu
leik sem ber vott um að þeir eru á réttri leið að koma íslenzkri knatt-
sPyrnu á hærra stig.
bað vakti mikla furðu hvað þeir féllu algerlega saman i síðari hálfleikn-
Utn, en því má ekki gleyma, að þeir hafa sjaldan tækifæri til þess að þjálfa
s% upp í landsleikshraða, eins og þann, sem danska liðið tók upp eftir
hléið. Þá voru hliðarframverðirnir útkeyrðir, og í miðjunni kom upp gap-
audi eyða, sem innherjar vorir gátu leikið sér í eftir geðþótta, og framlínan
fékk engan stuðning, og aftasta vörnin var ofhlaðin.
Meðal gestanna var miðframvörðurinn, Sveinn Helgason, áberandi bezt-
Ur. I £yrrj hálfleiknum gerði hann bókstaflega ekki skyssu, og það var að-
eins sóknarþungi Dana, sem gerði það að verkum, að hann skapaði högg-
stað á sér. Með sinni sérstöku ró hvernig sem á stóð renndi hann knettin-
utn með góðri yfirsýn til samherjanna, nema löng sending væri hagstæðari,
þá tók hann þann kostinn. Hann tók ávallt þann kostinn að leika knettin-
Uut til þess að losna við andstæðing og forðast árekstra. Aldrei komu frá
honum tilgangslausar spyrnur og hin sífellda íhygli hans vakti mikla hrifn-
lngu. Betur uppbyggjandi framvarðarleik höfum við ekki séð lengi á þess-
u»i breiddargráðum. Einnig fengum við álit á hægri framverðinum, Sveini
Teitssyni. Hann takklaði fast, næstum eins og atvinnumaður, lék knettin-
Urn í þröngri stöðu, ef þess gerðist þörf, og scndingar voru góðar og upp-
hyggjandi. í fyrri hálfleiknum erfiðaði hann að minnsta kosti á við tvo, en
143