Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Qupperneq 146
vai alveg útkeyrður eftir hléið og fékk litlu áorkað. Markvörðurinn Helgi
Daníelsson var góður að boxa knöttinn og gripa há skot, en stundum hafði
hann ekki gott auga fyrir sendingum fyrir markið. Fyrirliðinn, Karl Guð-
mundsson, kom sjaldan til móts við andstæðinginn, en beið hans, og kom
því aldrei til návígis hans og var því leikið gegnum hann. Vinstri bak-
vörður, Haukur Bjarnason, gætti Eriks Nielsens mjög illa, og var að auki
ekki sterkur í návígi. Vinstri framvörður, Guðjón Finnbogason, var nettur
og lipur í leik sínum, en skorti nauðsynlegan kraft í tökklunum. Hægri út-
herji, Gunnar Gunnarsson, sem við höfðum frétt fyrir leikinn, að væri al-
veg sérstakur, var ekkert framúrskarandi i leik sínum. Ríkharður Jóns-
son, h. i., var vegna góðrar yfirsýnar og góðra sendinga skipuleggjarinn að
flestum upphlaupunum íslenzku, en hann var aldrei við markið, þegar átti
að reka hnútinn á þau. Varamaður hans í lok leiksins, Bjarni Guðnason,
vakti hrifni með þvi að taka þegar upp markvissan leik, sem hann þó gat
aðeins verið að í stutta stund. Miðframherjinn, Þórður Þórðarson, var lík-
amlega sterkur sóknarleikmaður, sem í fyrri hálfleik fékk ýmsu góðu áork-
að, ýmist einn eða í samvinnu við innherjana, en hann dalaði mjög eftir
hlé. Vinstri innherji, Pétur Georgsson, og vinstri útherji, Reynir Þórðar-
son, sýndu góða leikni og skilning innbyrðis, en skorti aftur á móti skiln-
ing á þýðingu þess að láta upphlaupin ganga fram völlinn."
Flestum kemur saman um, að í þessum leik hafi komið frarn mjög miklar
framfarir hjá íslenzka landsliðinu frá leiknum 1949 í Árósum, liðið hafi
leikið vel, en síðan hafi hitinn dregið mátt úr liðinu, sem bersýnilega hafi
ekki verið í nægilega góðri úthaldsæfingu, og reynsluskortur hafi einnig
sagt til sín, og höfðu dönsku leikmennirnir leikið samtals 78 leiki, í lands-
liði, en þeir íslenzku 29 leiki.
Dómari var sænski alþjóðadómarinn John Nilsson, sem dæmdi leikinn
við Finna hér 1948.
Londsleikur IX: Noregur 3 — ísland 1 Bergen 12. ngúst
Þriðjudaginn 11. ágúst hélt landsliðið af stað að lokinni heimsókn sinni
til Kaupmannahafnar og fór flugleiðis til Osló og þaðan með lest til Bergen,
þar sem leikinn skyldi annar landsleikur fararinnar. Þetta var í fyrsta sinn,
sem landsliðið hefur leikið 2 landsleiki í sömu förinni.
Leikurinn fór fram á Brann-leikvanginum í Bergen í viðurvist 12.000
áhorfenda, sem var töluvert færra en verið hefði við skaplegra veður, en
allan daginn gekk á með þrumum og hellirigningu. Nokkru fyrir leikinn
144