Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 150
Sigurður Ólafsson, Valur 1946 4
Sveinn Helgason, Valur 1946 7
Sveinn Teitsson, ÍA 1953 3
Sæmundur Gíslason, Fram 1946 4
Þórður Þórðarson, ÍA 1951 5
Þórhallur Einarsson, Fram 1946 1
Milli félaganna skiptast leikmenn þannig:
Valur á 10 leikmenn með alls 36 landsleiki
Fram - 6 — — — 22 —
ÍA - 6 - - - 20 —
Víkingur -7 — — — 14 -
KR - 7 - - - 13 —
1
1
Þeir leikir, sem Ríkharður lék með landsliðinu á þeim árum, sem hann
lék með Fram, teljast með Fram, og er hann því nefndur bæði með Fram
og ÍA.
LANDSMÓTIN
Knattspyrnumót íslands
hófst 8. júní og var sett af formanni knattspyrnusambandsins, Sigurjóni
Jónssyni, að viðstöddum öllum þátttakandi liðum, sem fylktu liði á vell-
inum. Var setningin látlaus og stutt, og að henni lokinni hófst fyrsti leikur-
inn.
Fram 1 — Akranes 4 A-riBill 8/6
„Blautur og meyr völlurinn ásamt kalsaveðri átti sinn þátt í að samleik-
urinn var ekki góður. Þó komu nokkrir góðir samleikskaflar. Áttu Akur-
nesingar fleiri slika, en Frammarar léku oft vel.... í þessum leik sýndu
Framverjar sinn bezta leik í ár, enda var liðið það heilsteyptasta, sem fé-
lagið hefur teflt fram í ár.
Meiri óheppni eins liðs við mark andstæðinga sinna en óheppni Akur-
nesinga við mark Fram í fyrri hálfleik hefur ekki sézt hér lengi. Hver
möguleikinn af öðrum var til marks, en alltaf bjargaðist hjá Fram“ (Mbl.).
„Lauk þeim hálfleik með jafntefli. Héldu ýmsir, að Frömmurum ætlaði
að takast að halda til jafns við Akraneskappana eða jafnvel koma áhorf-
endum á óvart .... því vissulega sýndu Frammarar dugnað og oft allgóðan
leik framan af. Og nokkur tækifæri áttu þeir á mark mótherjanna.
148