Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Page 151
Það leikur ekki á tveim tungum, að knattspyrnulið Akraness er eitt hið
snjallasta, sem vér höfum á að skipa ... valinn maður í hverju rúmi. Sam-
hæfing og samstarf með ágætum og þol í bezta lagi... Skammleik og lang-
sendingar nota þeir eftir því sem við á og af miklu öryggi. Var sannarlega
ánægjulegt að sjá knöttinn ganga á milli þeirra með stuttum hnitmiðuð-
um örskotssendingum allt frá eigin vallarhelming og hafna með öruggu
skoti í marki mótherjanna. Slíkt er knattspyrna" (Alþbl.).
„Það er varla hægt að segja annað en að þessi fyrsti leikur hafi verið
skemmtilegur og mikið af „spennandi" augnablikum, sem fá áhorfendur
til að hljóða upp. Fram byrjaði með óvæntum hraða og brá fyrir sig stutt-
um samleik, sem setti Akurnesinga svolítið út af laginu" (Þjóðviljinn).
Víkingur 5 — Þróttur 0 li-riðill 9/6
„ ... til lítillar ánægju fyrir áhorfendur, til þess voru yfirburðir Víkings
allt of miklir. Liðið réð algerlega gangi leiksins... liðið er í framför frá
Reykjavíkurmótinu og er nú mun jafnara. Slæmt er að þátttaka Þróttar í
mótinu skuli hafa jafnleiðinlegar afleiðingar og raun ber vitni um“ (Tím-
inn).
„... sigruðu Víkingar með yfirburðum. Þeir voru vel að sigrinum
komnir. Þeir héldu uppi svo til látlausri sókn og þurftu sóknarmenn Vík-
ings stundum að fást við alla 11 leikmenn Þróttar, sem fylktu liði innan
cigin vítateigs" (Mbl.).
„Mörkin gefa ekki til kynna sérstaka knattspyrnulega yfirburði Víkings
í þessum leik, því að þar mátti vart á milli sjá.... Tilgangslítil hlaup og
langspyrnur og háloftaspyrnur beggja liða voru megineinkenni. Kraftinn
skorti ekki, en flest annað, sem einkennir vel leikna knattspyrnu" (Alþbl.).
Fram 1 — KR 3 A-riðill 11/6
„Þessi leikur var ekki sérlega jákvæður fyrir knattspyrnuna í landinu og
hafði fá merki þess, að þar væru meistaraflokkar að eigast við og annar,
sem hefði íslandsmeistaratitil að verja. Það litla sem kom fram af hugsuð-
um leik og samleik var af hálfu Fram ... KR-liðið fékk aldrei í gang sam-
leik eða jákvæðan leik. Eftir að þeir jöfnuðu færðist þó fjör í þá, sem
usgði til sigurs" (Þjóðviljinn).
„Leikurinn var fremur tilkomulítill frá upphafi, bæði liðin náðu þó á
köflum samleik og sæmilegum upphlaupum, sem fóru út um þúfur . . .
149