Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Síða 162
sen, miðframvörð, og styrkti það vörn liðsins til mikilla muna. Strax á
fyrstu 5 mín. tókst Dönum að skora 2 mörk, og síðar f leiknum 2 mörk til-
og sigruðu þeir með 4—1. Þennan leik dæmdi danski milliríkjaleikjadóm'
arinn Axel Asmussen, sem er í stjórn B—1903.
Þetta er fyrsta heimsókn hingað frá dönsku knattspyrnufélagi síðan
KFUM’S Boldklub kom hingað 1950. Þá gerðu KR og Valur jafntefli við
danska liðið, en Akurnesingar sigruðu það, 2—1, heima á Akranesi. KFUM
var þá í rniðri 2. deild, en B—1903 var 1953 í 1. deild, fyrir neðan miðju,
en styrkt með 2 sterkum leikmönnum, svo að það hefði átt að vera á við
hetri lið í 1. deild.
Enda þótt liðið hafi farið héðan með markahlutfallið 17 mörk gegn 4,
voru yfirburðir þess engan veginn samsvarandi, flestir leikmannanna voru
á engan hátt betri en íslenzku leikmennirnir, og það var leitt, að íslands-
meistararnir, Akurnesingar, skyldu ekki geta mætt þeim með sínu bezta
liði. Sterkari hluti danska liðsins var vörnin, og báru þar af Poul Ander-
sen, miðframvörður, sem hægt er að segja, að hafi ráðið lögum og lofum
á miðjum vallarhelmingi Dananna. Það var engu líkara en ókleift væri að
komast framhjá honum, og brotnaði mörg sóknarlotan íslenzk á honum-
Þetta kom gerla fram í síðasta leiknum, er Andersen lék ekki með fyrr1
hálfleikinn, en kom síðan inn eftir hlé, og gerbreyttist þá leikur danska
liðsins. Með knöttinn var Andersen rólegur og yfirvegandi og rennd1
honum ávallt rólega og vel fyrir næstu samherja, oftast til hliðarframvarð-
anna, og byggði hann þannig einnig vel upp, ekki síður en að brjóta niður
fyrir andstæðingunum.
Framherjarnir voru ekki sérlega sterkir, aðallega var þó hægri sóknar-
armurinn sterkur, en Erik Hansen og Vagn Birkeland mynduðu hann,
enda báðir afar fljótir og marksæknir.
Fréttir úr héruðum
Akranes
Það væri að bera í bakkafullan lækinn, að segja að árið 1953 hafi verið
merkisár í knattspyrnusögu Akraness, því að er frá líður verður við skrán-
ingu knattspyrnusögu íslenzkrar árin frá 1951 kennd við Akranes. Þessi ár
hefur knattspyrnulið bæjarins borið höfuð og herðar yfir öll islenzk knatt-
spyrnulið, því að ekkert íslenzkt knattspyrnulið hefur sýnt jafngóða leiki
160